Aðför að þjóðinni

Rakst á þessa færslu á eyjan.is;

''Sennilega er um mesta þjófnað Íslandssögunnar að ræða fyrr og síðar. Seðlabankinn hefur horft uppá þetta ráðalaus með brækurnar á hælunum og heimilað bönkunum að auka gjaldeyrisstöður sínar langt umfram eðlileg mörk. Nú er svo komið að HMS og félagar geta haft þetta eins og þeim sýnist m.a. með því að hækka álagið á skiptasamninga svo mikið að ekki er nokkur leið til að eðlileg gjaldeyrisviðskipti geti átt sér stað. Sjálfur varð ég vitni að því fyrir tveimur vikum að haft var samband við nokkra vildarvini Kaupþingsklíkunnar og þeim boðið að vera með gengisfellingarátakinu og forða sér þar með í skjól. Tveimur klst síðar hófst hrunið.
Forystumenn Kaupþings hafa lýst því yfir að þeir ætli að keyra gengisvísitöluna í 170 og er ekki annað að sjá en að þeim sé að takast það ætlunarverk sitt. Þeim virðist hins vegar vera slétt sama um almenning og kúnnana sem þér hafa mergsogið og standa nú margir hverjir frammi fyrir eignaupptöku og gjaldþroti með þeim harmleik sem því fylgir. Planið er auðvitað að sýna fram hver ræður peningamálum hér á landi, ásamt því að sýna mikinn gengishagnað nú á fyrsta ársfjórðungi og svo miklar verðbótatekjur það sem eftir lifir árs. Þetta er nú öll ráðgátan á bak við gengishrunið
.''

Nánar hér;
Ef rétt er, hvar eru yfirvöld? Hvar er eftirlitið??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Þetta er rosalegt ef satt er Eyþór.  Þetta er allavega mjög skrítið allt saman.

Einar Vignir Einarsson, 24.3.2008 kl. 15:32

2 identicon

Ég held að þú hafir mjög rétt fyrir þér ! Hver er t.d. gjaldeyrisstaða Seðlabankans ? Sem ég best veit er hún ekki góð.

Tómas (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:52

3 Smámynd: Haffi

Enn ein samsæriskenningin. Er það ekki líka Kaupþing að kenna að fasteignamarkaðurinn í USA hrundi? Það vissu það allir sem vildu vita að gengið myndi falla um leið og búið væri að byggja álverið fyrir austan. Þetta er ekkert nýtt, hefur alltaf verið svona. Líka fyrir daga Kaupþings.

Haffi, 13.4.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband