Mæltu manna heilastur

Þakka vel mælt orð. Hér er hvergi ofmælt. Það er víst eðli ástands sem þessa, að á meðan það varir, þá sér fólk ekki fram úr hlutunum. En ráðið er oft eitt: Keep your nose above water! Þetta er tímabundið ástand og eitt er víst, að við Íslendingar munum ná í gegnum þetta.
En sá/þeir sem draga vagninn þurfa að vera starfi sínu vaxnir, halda fólki upplýstu og nýta vel þann fjölda sem við eigum af hæfu fólki. Pólitískt þras er ekki lengur tíska. Pólitík við þessar aðstæður getur ekki snúist um annað en eigingirni, nú er að snúa bökum saman.

Það vekur athygli að á svo viðkvæmum tímum sem þessum, dirfist utanríkisráðherra að gera lítið úr almenningi með því að skipa fyrrverandi aðstoðarkonu sína sendiherra. Eins og okkur hafi vantað enn einn sendiherrann til þess að rölta Rauðarárstíginn!! Þetta er gert á sama tíma og ráðuneytið er að loka sendiráðum...

Erlend lán eru stór og mikill baggi á landsmönnum. Stórkostlegt hrun íslenskrar krónu er í engu hlutfalli við það sem eðlilegt getur talist, en kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. OG er ekki þeim að kenna.
Mér finnst vanta í baráttuumræður þá staðreynd að bankarnir, sem fólk skuldar þessa peninga, skulda eftir því sem ég skil rétt, EKKI þessa peninga í útlöndum, þetta eru kröfur á þrotabú gömlu bankanna.
Nýju bankarnir fengu þessi lánasöfn einfaldlega með bönkunum.

Því spyr ég:
Er það ekki sanngjörn krafa almennings að þessi lán verði tekin og gengisfærð niður í einhverja þá tölu sem sanngjörn getur talist?


mbl.is Formaður SA: Þurfum skipstjórn sem segir okkur hvert við stefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með okkur sem erum með verðtryggð lán? Við sem áttum yfir 30% eigið fé í húsnæðinu okkar sem nú er að hverfa. Þeir sem eiga gengistryggð lán geta fryst þau í bili og hækkanirnar munu að einhverju leyti ganga til baka en verðtryggðu lánin geta ekkert gert nema að hækka og hækka og öll frysting og frestun veldur því að þau hækka bara meira...

Gestur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband