Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

Höfundurinn, Eyþór Eðvarðsson er svæðisstjóri og eigandi RE/MAX í Eystrasaltslöndunum og í Finnlandi, búsettur í Vilnius í Litháen þar sem höfuðstöðvar RE/MAX Baltic eru.

Hann hefur fengist við ýmislegt um ævina, sumt með góðum árangri, annað ekki eins og gengur.
Eða eins og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sagði; Ekki hlaut ég ávallt byr í öllum ferðum mínum.

Höfundur er m.a. áhugamaður um tónlist, hefur sungið með Karlakórnum Fóstbræðrum í 13 ár, setið í stjórn kórsins í 8 ár, þar af 5 ár sem formaður. Gegnir nú formennsku í Sambandi íslenskra karlakóra og er forseti Norræna söngsambandsins (Nordisk Sangerforbund) sem eru samtök kórasambanda á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum.

Þá er höfundur formaður stjórnar Friðrikskapellu sem reist var í minningu sr. Friðriks Friðrikssonar.

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Eyþór Eðvarðsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband