RE/MAX ferð til Atlanta

Þá er ég kominn aftur til vinnu hér í Vilnius eftir ferð á RE/MAX ráðstefnu sem haldin var í Atlanta.
Það var lítið mál að aðlaga sig að 7 tíma mismun þegar til Atlanta var komið. En, að aðlaga sig aftur að tímanum hér í Litháen aftur er búið að vera erfitt. Það var samt notalegt að sjá hvað veðrið hafði breyst hér í Litháen á þessari viku sem ég var í burtu, hér voru -11 stig þegar ég fór, en spáin fyrir næstu helgi er +14 stig. Snjórinn er farinn og vor í lofti.

Atlanta var spennandi, þar voru samankomnir um 6000 fulltrúar þessa fyrirtækis sem nú er starfrækt í 67 löndum. 6000 manns er nokkur fjöldi, en samt lítill hluti heildarfjölda sölumanna sem nú teljast 120.000 manns.
Vöxtur þessa fyrirtækis er ótrúlegur, aldrei hefur liðið sá mánuður í 34 ára sögu þess sem fyrirtækið óx ekki.
Heima á Íslandi er gaman að sjá hvernig fyrirtækið vex og dafnar. Auðvitað ekki að sársaukalausu, RE/MAX er að koma sér fyrir á markaði sem var vel setinn fyrir af fasteignasölum.
En hvað er það sem greinir RE/MAX frá öðrum fasteignasölum? Hvernig getur RE/MAX vaxið svo hratt?
Stofnandi fyrirtækisins, Dave Liniger,  sem enn er aðaleigandi þess réði sig á sínum tíma í fasteignasölu í Denver Colorado. Á sölunni unnu alls 300 sölumenn, sem allir voru ráðnir á 50/50 kjörum, þ.e., þeir fengu 50% þess fjár er þeir öfluðu.

DSC03143


Liniger fannst í raun óþarfi að skipta þessu fé með fasteignasalanum. Honum fannst að í raun ættu þeir að hafa sama kerfi og lögfræðingar eða læknar, þ.e. taka sig saman og deila kostnaði við húsnæði, ritara, síma og annað er þarf til síks rekstrar.
Hann hannaði kerfi þar sem sölumenn fengu 100 % af sölulaunum sínum og greiddu svo sinn hluta af sameiginlegum kostnaði. Þetta kerfi er undirstaða RE/MAX. Fólk í RE/MAX kerfinu á möguleika á að afla launa sem eiga sér ekki hliðstæðu nema hjá bankastjórum.
Maður fylltist stolti að sjá íslenska RE/MAX sölumenn taka við virðurkenningum fyrir frábæra frammistöðu, fólk sem var að afla allt að 70 milljóna í árstekjur.
RE/MAX er kerfi sem drifið er áfram af fólkinu sem vinnur í kerfinu.
Vöxtur þess helgast af góðum tekjumöguleikum sem byggjast á góðri kennslu og þjálfun innan kerfisins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég þarf að fara að gera viðskiptaáætlun fyrir einkaþotufyrirtækið sem ég ætla að stofna:)

þar kemur sér vel að þekkja jafna víðförulan mann og þig  . . . .

þú myndir verða stórkúnni og jafnvel væri möguleiki á magnafslætti. . . .

 mbk

Þorsteinn Lár

p.s hugsa oft um veitingastaðinn í Trakai ! ég dett þangað áður en ég verð allur, það er víst .. .  .  ertu ekki geim !

ÞLR (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:07

2 identicon

Heimsborgarinn mikli skemmtilegur fróðleikur sem þú setur fram hér. það er spurning hvort að flugleiðir hafi ekki bara samband við þig þegar að þeir gefa út 3 bæklinginn sinn sem kallast borgin mín það er algjör óþarfi að vera að hafa samband við svona mikið að fólki  þú græjar þetta bara

góða helgi kæri vinur kveðja Lilja

lilja (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband