Blöndun á staðnum

Ég er nógu aldraður til þess að muna eftir apparati sem flutt var inn til Íslands fyrir um 30 árum og átti að vera nógu hraðvirkt til þess að keyra um þjóðmalarvegi landsins og malbika þá um leið. Þetta var gríðarleg bylting og mjög úr málinu gert, umfjöllun um alla fjölmiðla myndir af þessu framtíðartæki sem við Íslendingar vorum svo framsýn að eignast.
Eitthvað gekk brösuglega að fá apparatið til að virka, það hvort það var hinn íslenski jarðvegur sem ekki tók vel við eða loftslagið verð til þess að efniviðurinn náði ekki saman, en ég man að nokkrum árum síðar rakst ég á apparatið upp við Esjurætur. Ónothæft og úr sér gengið.

Við eigum að gefa málunum tíma. Sama hver á í hlut. Að verða Íslendingur eru forréttindi. Mikil forréttindi. Það má ekki verða svo að námsmaður sem hingað kemur fyrir forvitnissakir til að nema á nýrri grundu geti öðlast ríkisborgararéttindi fyrir þær einu sakir að hafa skotið sér í rétt (vitlaust) pólitísku afsprengi. 

Lögin þurfa að vera skýr, og það þarf að fara eftir þeim.

Annars talar Framsóknarmenn fyrir sig sjálfir, nú sem fyrr. Virðist sama hversu fylgi þeirra hrynur athafna þeirra vegna á milli kosninga, þeir kunna ekki aðra pólitík en fyrirgreiðslupólitík.

 


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert orðinn aldraður !!  Man líka eftir þessari galdravél og verkfræðingnum sem var frumkvöðullinn. Hann hafði mikinn sannfæringarkraft og kom með þessa uppfinningu frá USA. Man eftir þessari frétt á forsíðu Vísi og kíkti síðan á Tarsan. Vegurinn kom tilbúinn úr vélinni en það voru margir framsóknarmenn á móti þessu enda var atvinnulífið með talsvert öðrum brag í þá daga. Vona að við séum að tala um sama hlutinn.

Gaman væri að fá pistil frá þér um atvinnulífið. Er "mentalitetið" og fjármagnið að flýja Litháen eða er von á óeirðum líkt og í Eistlandi ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Varaðu þig á Kristni. Það er búið að vera auglýsa helgarferðir til Litháen þann 3-6 maí á 24.000,- Hann ætlar greinilega að gista hjá þér ókeypis ?? Hann á nóg af peningum enda "kvótakóngur"  

Birgir Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband