24.1.2008 | 09:27
Maður að meiri...
..að viðurkenna mistök sín. Hvað Guðjóni Ólafi gekk til verður seint svarað. Nema hann hafi fengið sínu fram í biturleika sínum.
Held að af þessu öllu megi í raun ráða raunverulega stöðu Framsóknar sem eftir flótta Halldórs Ásgrímssonar er án leiðtoga. Samstaða er engin og upplausn ríkjandi.
Björn Ingi segir í bréfi sínu að þurfi að..:
''..breyta þeirri ímynd sem snúið hefur að almenningi upp á síðkastið og sýnir kjörna fulltrúa sem sýnast knúnir áfram af valdabröltinu einu saman og eru tilbúnir að beita klækjum í þeirri viðleitni sinni að sækja fram til frekari áhrifa.''
- var það ekki hið sama valdabrölt sem kom honum í þá stöðu sem hann er nú kominn í ?
En bíðum aðeins... snúast ekki stjórnmál um að hafa og halda völdum?
Sjálfstæðisflokkurinn vann sigur í kosningunum með mest fylgi allra flokka.
Sú meirihlutamyndun sem nú átti sér stað er í raun niðurstaða síðustu kosninga.
Ef ekki fyrir valdabrölt Björns Inga væru málin í öðrum farvegi í dag.
En, REI málið er í sama farvegi og áður. Ekkert hefur breyst.
Enn: Þetta er í samræmi við niðurstöðu síðustu kosninga.
Björn Ingi hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til upprifjunar:
Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv
Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016
Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð
Ólafs F,Magnússonar:
http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/
kv. gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.