Stimpilgjöld og verðtrygging

Stimpilgjöldin..
Afnám stimpilgjalda fyrir fyrstu kaupendur er gott mál. Afnám stimpilgjalda yfirleitt væri enn betra mál, enda erum við Íslendingar ein fárra þjóða sem býður upp á slíkan refsiskatt.

En það er með þetta eins og annað, það er vont að trúa á slíkar framkvæmdir.

Vaxtabæturnar..
Frægt er með vaxtabæturnar sem komu til á einhverjum tíma til að slökkva elda. Á grundvelli þeirra gengu margir í fasteignakaup og gerðu fjárhagsáætlanir fram í tímann. En var ríkinu treystandi þar?
Nei, smám saman hurfu vaxtabæturnar sem fólk lagði til grundvallar fasteignakaupum sínum.

Verðtryggingin..
Verðtrygging er annað. Vísitala neysluverðs. Ef bensín hækkar, þá hækkar lánið á eign þinni, þú átt minna í henni. Ef gúrkan hækkar úti í búð, þá áttu minna í eign þinni.
Hvernig má þetta vera?
Og í tíðum hækkunum nú, þá gengur meira á eigið fé fólks í eignum þeirra.
Hvers vegna tekur ekki verkalýðsforystan þetta mál inn í kjarasamninga sína. Afnám verðtryggingar.
Þetta yrði stærsta kjarabót sögunnar.
Kannski vegna þess að verkalýðshreyfingin er stærsti fjármagnseigandinn. Það sýnir staða lífeyrissjóðanna, sú sterkasta í heimi miðað við landsframleiðslu.

Erlend húsnæðislán..
Íslendingar eru í auknum mæli að taka erlend lán fyrir fasteignum sínum. Líklega hefur það aldrei verið hagstæðara en nú, þegar gengi krónunnar er við hundraðkallinn.
Pottþétt að greiðslubyrði fólks verður mun minni til framtíðar.
Ágreiningur er mikill um upptöku Evrunnar, en margir á móti.
Gæti verið leið að tengja krónuna við Evru til einhvers tíma til að láta á þetta reyna?

Íbúðalánasjóður..
Í dag virðist sem útlán banka séu meira og minna stöðvuð. Bankarnir hafa ekki fé til útlána, og varla fyrir fasteignalánum.
Maður veltir fyrir sér, það er ekki langt síðan bankarnir vildu Íbúðalánasjóð út af markaðinum, ríkið ætti ekki að vera að þvælast fyrir bönkum á þessum markaði.
Nú þegar bankarnir virðast félausir, hver væri þá staðan í dag ef Íbúðalánasjóður væri horfinn af sjónarsviðinu?

Fasteignamarkaðurinn væri algjörlega hruninn í bili.

 


mbl.is Rót virðist komið á fasteignamarkaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll.

Ertu búinn að gleyma því þegar þeir sem voru með lán, átu upp þann sparnað sem við hin vorum að reyna að leggja til hliðar ? Nei, verðtryggingin er vinur litla mannsins. Eina vörn sparifjáreigandans fyrir því að tapa ekki sparifé sínu í gin verðbólgu og lántakenda annarra.

Menn mega í núverandi kerfi sleppa verðtryggingu á lánum, það er háð smaningi milli lánveitanda og lántaka.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2008 kl. 09:36

2 identicon

Predikari: það er algjörlega út í hött að halda því fram að verðtryggingin sé það sem bjargi sparifjáreigendum frá glötun.  Erlendis þekkist verðtrygging vart, en samt virðist fólk utan Íslands einhvern veginn geta lagt nokkrar evrur og dollara til hliðar.

Frissi (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:37

3 identicon

Eitthvað er nú predikarinn að misskilja. Það var verðbólgan og vitlaus hagstýring sem átu upp sparnað þeirra sem voru að leggja til hliðar. Það voru einnig verðbólgan og hagstjórnin sem ollu því að lán skuldunauta bankanna hurfu.

Og hvernig getur það svo verið gott fyrir "litla manninn" að borga 120 milljónir fyrir 25M.kr. lán þegar hann getur komist upp með að borga 70M. kr. fyrir sama lán? Ég held að þetta þarfnist nú frekari skýringa frá predikaranum.

kristinn (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Þarfagreinir

Það sem predikarinn á við er að verðtrygging á sparireikningum verndar sparifjáreigendur frá verðbólgu. Verðtrygging er nefnilega til í þá áttina líka, þó fáir virðist vita af því ... enda er víst ekki mikið sparað hér á skerinu.

Prófið bara að fara í næsta bankaútibú og biðja um verðtryggðan sparireikning. Niðurstöðurnar gætu komið á óvart. 

Þarfagreinir, 21.2.2008 kl. 11:04

5 identicon

Slíkir sparnaðarreikningar nýtast samt bara engan veginn til að bjarga sparifjáreigendum frá verðbólgu. Þeir sem taka verðtryggð lán eru oftast að taka lán upp á einhverja tugi milljóna, en eiga auðvitað ekki einhverja tugi milljóna inni á bankabók - sem myndu annars vega upp á móti verðtryggingunni tengdri lántökunni. Verðtryggingin verndar því bara alls EKKI sparifjáreigendur...

... nema auðvitað þá sem eiga jafnmikið á bankabók og þeir skulda - og þeir eru ekki margir.

Frissi (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband