Íslensk vika í Litháen!

Það verður að nógu af taka fyrir þá örfáu Íslendinga sem hér búa þessa vikuna í júlí.

Dagskrá fyrir okkur þann 13. júlí;

1. Karlakórinn Fóstbræður, tónleikar í Bistrampolis í Litháen
2. Tónleikar Bjarkar í Vingis Park í Vilnius
3. Ísland - Litháen í körfubolta.

Sem kórfélagi í Fóstbræðrum, þá er náttúrulega engin spurning hvar ég verð. Verð að sjá af tónleikum Bjarkar og leiknum 13. júlí. En, þann 15 gæti maður mætt og hvatt sína menn. Það verður eflaust ekki vanþörf á. Litháar eiga firna sterkt lið í körfubolta og hafa t.d. átt leikmann í NBA rétt eins og við. Svo eru þeir á heimavelli.

En, það er ánægjulegt að sjá menningar- og íþróttastarf milli þessara þjóða vaxa og dafna. Vonandi er þetta eitthvað sem gefur fyrirheit um meira síðar.


mbl.is Körfuboltalandsliðinu boðið til Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband