nýtt upphaf;

nú hefur óvissunni verið eytt, í raun verið flýtt, en sá sem bað fólk sérstaklega að gæta orða sinna (meinti þá væntanlega alla hina) hefur talað og hélt að nóg væri að tala íslensku til að fólk í útlöndum vissi ekki hvað fram færi. En raunin var önnur, strax morguninn eftir tóku útlendingarnir, sem fengið höfðu þýðingu á orðum okkar ástkæra foringja, að herja á Kaupþing, einu sterku stoðina sem eftir var og í raun óvíst hvort héldi, því kross eignatengsl fyrirtækjanna heima gildir einnig um bankana.

Enginn veit hvað þetta þýðir í raun, hvað gerist í dag og hvað gerist á morgun. Ég er hissa ef Exista fer ekki í þrot. Það má hugsa sér að miðað við áframhaldandi þróun, þá losni um fjölmörg fyrirtæki, VÍS, SP fjármögnun, Sindra Stál, Húsasmiðjuna, Lýsingu, Skipti, Vodafone, Árvakur ofl. ofl.

Hver eignast og hvernig verður fróðlegt að sjá. Eimskip líklegt til að fara á hausinn, í meginhluta eigu manns sem fáeinum dögum gaf út bók um Hafskipsmálið þar sem fram á að koma að Eimskip hafi keyrt Hafskip í gjaldþrot.
Þá flúði þessi maður land og sagan segir að nú sé hann flúinn að nýju.

Þessa dagana eru 50-60 manns að tapa 5-600 milljörðum. Sámúð þjóðarinnar er ekki með þeim. Nú hugsar hver um sig. Nú léttir þrýstingi af íslensku krónunni og hún líkleg til að styrkjast all verulega þegar þessari útrás okkar er sjálfhætt.

Bankarnir sem buðu útlendingum gull og græna skóga á okkar kostnað eru farnir og eftir sitja bankar í eigu þjóðarinnar. Hundruða milljarða gróði banka í örsmáu þjóðfélagi er liðin tíð. Eigum við að sjá eftir því? Nei, vegna þess að hinn almenni borgari naut aldrei þessa mikla gróða. Þvert á móti, við bárum hann uppi.

Margt á eftir að breytast. En það sem ekki breytist er að við erum öflug þjóð með mikla þjóðarframleiðslu og enn fjölmörg tækifæri til enn meiri sóknar á fjölmörgum sviðum.
Við erum vel menntuð. Og þrátt fyrir þessi áföll, munum við verða áræðin, ekki feimin við framfarir.

Maður sér fyrir sér ferðamannaiðnaðinn eiga eftir að blómstra, það er ódýrt að ferðst til Íslands og um landið eins og staðan er. Hversu mrga hefur maður ekki hitt sem langað hefur að koma til okkar fallega lands en ekki gert af því það var svo dýrt?

Ég er með uppi í hillu hjá mér bók sem heitir Think The Opposite. Það getur verið leið í stöðunni. En þetta eru líka áföll sem koma mjög illa við marga. 
En munum; þegar botninum er náð, þá náum við spyrnunni. Og við erum þjóð þess eðlis að við munum sannarlega nýta okkur þau tækifæri sem bjóðast og koma okkur á gott skrið aftur.

Hættum að líta á okkur sem stórþjóð. Gerum okkur grein fyrir smæð okkar og njótum þess að evra lítil. Búum okkur til hagkerfi sem við ráðum við.
Í stað þess að leita til stórþjóða með ráðgjöf, tölum heldur við Færeyinga sem enn hafa þjóðræknina að leiðarljósi.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eyþór,

Eins og þú er ég í útlöndum og fylgist með efnahagshruninu. Les og les þessar ótrúlegu blaða-og blogggreinar. Eitt á ég erfitt með að skilja. Sumir segja að það að ríkið og seðlabankinn hafi komið þessu af stað er þau sögðust yfirtaka 70% í Glitni frekar en að lána þeim. Það hafi valdið hruni ríkiskuldabréfanna og þ.a.l. veðið í lánum Landsbankans hrunið og svo koll af kolli. Mér sýnist nú mörg önnur lönd hafa valið þessa aðferð og að þar þyki það eðlilegt. Allar blöðrur springa að lokum var þetta ekki bara spurning um tíma en ekki lán eða yfirtöku?

Verst þykir mér að margur Íslendingurinn tapar öllu sínu en þessir 50-60 manns sem eiga milljarðana tapa líklega ekki nóg.

Eins og þú hef ég tröllatrú Íslendingum og er sammála þér er þú segir "Gerum okkur grein fyrir smæð okkar og njótum þess að VERA lítil".

Kveðjur Kristín Reynis

Kristín R (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:20

2 identicon

Já og nú er nánast ljóst að Alþjóðagjaldreyrissjóðurinn tekur við öðru hvoru megin við helgi. Þannig að búast má við að við fáum erlendan forsætisráðherra. Spennandi.

Andres (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Góð skilgreining hjá þér Eyþór á ástandinu..  Ég  held að Nýja Ísland með nýjum leikreglum verði miklu betra land að búa í þau að við þurfum að herða aðeins að mittinu um stund.  Hafðu það gott í

Magnús Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 16:39

4 identicon

Kapítalisminn er hruninn !!!!

Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!

Dís

Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband