Breyta skuldunum í hlutafé?

Maður veltir fyrir sér hvort það sé raunhæf leið að breyta 300 milljarða skuld við íslensku bankana  í hlutafé í Baugi og bíða af okkur storminn.
Ef kostirnir eru að fá aðeins 60 milljarða í dag á móti þessum 300 milljörðum, er þá ekki þess virði að bíða? Nú þekki ég ekki allar hliðar málsins, en í mikilli einföldun þá lítur málið svona út fyrir mér.
-Svo má vera að betra sé að fá 60 milljarða núna en ekkert seinna. Nú gerast hlutirnir hratt og miklar eignir að fuðra upp um veröld alla.

Ég vil ekki ætla Jóni að hafa farið af stað með Baug með annað í huga en að standa sig vel. Mér fannst hann koma vel út úr Silfri Egils, rétt eins og mér fannst spurningar og ásakanir Egils afar barnalegar á köflum auk þess sem ítrekað var klifað á sömu hlutunum.

Það sem Jón Ásgeir sagði til um strax eftir svokallaða þjóðnýtingu Glitnis hefur algjörlega gengið eftir, að þetta myndi hafa víðtæk áhrif bæði í okkar þjóðfélagi og víðar.

Það er hagur okkar allra að við leitum allra leiða við að bjarga verðmætum. Rétt eins og bankarnir njóta starfskrafta fyrrum bankastjóra sem þekkja innviði bankanna, þá eigum við að hlusta á Jón Ásgeir sem eðlilega gengur ekki annað til en að bjarga því sem bjargað verður.
Það er hans hagur eins og annarra.

Menn leita að sökudólgum. Rót þessa vanda er hjá Bandaríkjamönnum, hinir ónýtu skuldabréfavafningar sem þeir seldu út úr Bandaríkjunum eftir að hafa rekið ónýta húsnæðislánastefnu í á annan áratug og voru endurseld og dreift um allan heim með gæðastimpla bæði frá Moody´s og Standard&Poor, sem mátu þessi lán jafn örugg og ríkisskuldabréf  frá USA.
Hér er áhugaverð síða sem sýnir skuldir þessa fyrrum bandamanna okkar sem nú eru orðnar yfir 10 trilljón dollara og hækka um milljónir dollara á mínútu hverri:
http://zfacts.com/p/318.html 


mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sammál þér Eyþór

Einar Vignir Einarsson, 12.10.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband