The piano keys...

...are black and white, but they sound like a million colours in your mind..

Þetta eru sannarlega ekki jákvætt að lesa og ekki gaman fyrir okkur að standa frammi fyrir þessu. En það sem ég á erfitt með að skilja í þessari frétt er að velunnari hljómsveitarinnar hafi boðið henni út, en á hinn bóginn hafi hljómsveitinni ekki verið treystandi fjárhagslega!

Japanar sem menningarþjóð ættu að vita öðrum betur að ef einhvern tíma sé slíkt boð sem þetta mikilvægt, þá er það á stríðstímum sem þessum.
Tónlistin hefur í gegnum aldir fleytt okkur í gegnum súrt og sætt, enn er hún viðhöfð bæði á sorgar- og gleðistundum og ekki þarf að fara lengra en nokkra daga aftur í tímann til að minnast íslendinga synga Nasjonalinn á Arnarhóli til eflingar samstöðu.

Þegar Hitler sat um Leningrad í frægu 900 daga umsátri, þá var sagt að tónlistin hafi bjargað fólki frá sturlun.

En Japanar eru hópsálir. Og á hremmingartímum fara þeir varlega. Þeir telja líklega að við séum þannig líka. Á sínum tíma voru Fóstbræður búnir að standa í undirbúningi fyrir Japansferð sem fara átti 1995. En, við fengum skeyti frá Japan sem sagði að úr því að blikur væru á lofti í efnahagslífi þeirra, þá sæju þeir sér ekki annað fært en fresta ferðinni.
Sú ferð hefur enn ekki verið farin, en eftir situr fallegt japanskt lag sem kórinn æfði og býr enn að.

Peningar koma og fara. En menning ekki. Sem betur fer.

Það hlýtur eitthvað annað að hanga á spýtunni hjá japönum. Hefur kannski eitthvað með hryðjuverkalög að gera... ?
mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mjög sennilegt...

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 17:38

2 identicon

þú ert voða góður í ensku

vávává (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband