Já, besta sparkið næst ef maðurinn er liggjandi...;

Green ræddi við Gordon Brown um stuðning við kaupin á Baugi

mynd

Auðjöfurinn Philip Green hefur rætt við Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands, viðskiptaráðherra landsins og aðra háttsetta ráðamenn og falast eftir stuðningi þeirra við að kaupa skuldir Baugs í Bretlandi.

Þetta kemur fram í blaðinu The Times í dag. Green vill að tryggt verði að hann þurfi ekki að kljást við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fari svo að sjóðurinn taki við efnahagsstjórn Íslands á næstunni.

Samkvæmt heimildum Times telur Green að Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn muni þá reyna að taka aftur til baka eignir sem íslensk stjórnvöld hafa selt. Þeir þrír fjárfestingarsjóðir sem einnig hafa áhuga á að kaupa Baug munu hafa sömu áhyggjur af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Sjóðirnir sem um ræðir eru Alchemy, Permira og TPG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eitthvað hefur maður nú heyrt um að þeir séu bestu vinir.

Þetta er eitt alsherjar plott hjá þessum köllum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband