16.10.2008 | 06:57
Já, besta sparkið næst ef maðurinn er liggjandi...;
Green ræddi við Gordon Brown um stuðning við kaupin á Baugi
Auðjöfurinn Philip Green hefur rætt við Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands, viðskiptaráðherra landsins og aðra háttsetta ráðamenn og falast eftir stuðningi þeirra við að kaupa skuldir Baugs í Bretlandi.
Þetta kemur fram í blaðinu The Times í dag. Green vill að tryggt verði að hann þurfi ekki að kljást við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fari svo að sjóðurinn taki við efnahagsstjórn Íslands á næstunni.
Samkvæmt heimildum Times telur Green að Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn muni þá reyna að taka aftur til baka eignir sem íslensk stjórnvöld hafa selt. Þeir þrír fjárfestingarsjóðir sem einnig hafa áhuga á að kaupa Baug munu hafa sömu áhyggjur af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Sjóðirnir sem um ræðir eru Alchemy, Permira og TPG.
Athugasemdir
Eitthvað hefur maður nú heyrt um að þeir séu bestu vinir.
Þetta er eitt alsherjar plott hjá þessum köllum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.