Villtir strengir

Nostalgía er eitthvað sem hefur fylgt mér alla tíð. Ljómi hins liðna. Einhvers sem gat orðið en ekki varð. Tími einhvers sem hefði getað orðið lengri en varð ekki.
Rúnar Gunnarsson var einn þeirra. Það er einhver sérstækur blær í rödd hans, einhver hljómur sem höfðar til mín. Þessi hæfileikaríki maður varð ekki langlífur en skildi eftir sig fjölmargar perlur og lifir áfram í tónlist sinni og ljóðum.

Túlkun hans á ljóði Oddgeirs Kristjánssonar, Villtir strengir snertir við manni. Lagið er að finna t.d. á plötunni Undarlegt með unga menn

Tilfinningar þær sem lýst er í ljóðinu eiga við margan í dag..

Um dalinn læðast hægt dimmir skugga nætur
og dapurt niðar í sæ við kletta rætur.
Ég sit og stari í bálsins gullnu glóðir
og gleymdar minningar vakna mér í sál

Hér und´ ég forðum í glaum með glöðum drengjum
þá glumdu björgin af hljóm frá villtum strengjum.
Nú sveipa klettana húmsins skuggar hljóðir
og hryggur stari ég einn í kulnað bál.

Þegar dalinn sveipa húmtjöld hljóð
horfi ég í bálsins fölvu glóð,
stari og raula gamalt lítið ljóð,
ljóð sem gleymt er flestum hjá.

Við hvert orð og óm er minning fest,
atvik sem mig glöddu dýpst og best.
Öllu sem ég ann og sakna mest
ómar þessir segja frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband