26.1.2009 | 09:34
Bretar, líti sér nær...
Það er athyglisvert að sjá þessa úttekt Bretanna, því miður virðist sem þess sé ekki langt að bíða að þeirra bíði svipað í heimspressunni, enda í svipuðum málum nú þegar og við Íslendingar. En auðvitað má beina sjónum frá sjálfum sér í bili með umfjöllun sem þessari.
Raunverulegur sökudólgur fjármálakreppunna, USA, er ekki nefnt á nafn í þessari grein og virðist enginn ræða það lengur. Né heldur þá staðreynd að Standard&Poor og Moody´s, þessi tvö lánshæfisfyrirtæki gáfu handónýtum skuldabréfajafningum Bandaríkjamanna, upp á 1,3 Trilljón dollara og voru aðal útflutnginsvara USA um tíma, sömu einkunn og Government Bonds.
Þetta mátti svo veröldin gleypa með þeim alfleiðingum sem við öll þekkjum.
Þetta dúó, Hörður og Hallgrímur tala ekki fyrir mig með þessum barnalegu ummælum sínum.
Bjartar sumarnætur munu lifa lengur á Íslandi en hið gamla heimsveldi Bretland. Viðskiptalíf mun blómstra að nýju hér á Íslandi, þó með öðrum og ábyrgari hætti, meira eftirliti. Ísland verður áfram draumastaður ferðamanna frá veröld allri. Fiskurinn, fallvötnin, náttúran, landbúnaðurinn og áræði þjóðarinnar fer hvergi.
Já, við munum sigla þennan sjó.
Hér eru ágætar ljóðlínur Hannesar Hafstein:
Já, láttu gamminn geysa fram
í gegnum lífsins öldur;
þótt upp þær stundum hefji hramm
ei hræðstu þeirra gnöldur.
Sjá, hvílík brotnar báru mergð
á byrðing einum traustum,
ef skipið aðeins fer í ferð,
en fúnar ekki í naustum.
Og mundu, þótt í votri vör
þú velkist fyrir sandi,
að bylgjur þær, sem brjóta knör
þær bera þó að landi.
Og stormur þurrkar segl í svip
þótt setji um stund í bleyti,
og alltaf má fá annað skip
og annað föruneyti.
Bjartar sumarnætur að baki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kærleikur til þín Dóra
Dóra, 28.1.2009 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.