Villi veit hvað þarf til...

 

 

 

Þetta er náttúrlega orðið löngu tímabært. Loksins kominn maður með viti í brúnna. Skipstjóri sem kann á siglingartækin.
Vilhjálmur er að taka verulega til í öllum málaflokkum borgarinnar. Hann setur fram loforð og hann mun standa við þau.
Kópavogur, mitt gamla sveitarfélag óx gríðarlega á kostnað Reykjavíkur undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í tíð R-listans í Reykjavík.  Framsýni og stórhugur einkenndu þá sem nú stjórn bæjarfélagsins.
Greinilegt er að Vilhjálmur borgarstjóri ætlar að rétta hlut borgarinnar nú. Styrkur borgarinnar er gríðarlegur í þessum efnum, en hefur verið stórlega vannýttur til þessa.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig lóðaúthlutun verður háttað, ég trúi ekki að Vilhjálmur ætli að hafa sama vitlausa háttinn á og R-listinn gerði, enda gerði sú stefna ekki nema efnuðustu mönnum mögulegt að eignast lóð. Þeir sem minna áttu, þeir náðu margir ekki að klára og fóru fjárhagslega illa út úr framkvæmdum sínum eins og Grafarholtið sýni gerlega , er það stóð hálfbyggt um langa hríð.
Nei, sanngjörn úthlutun, þar sem borgarbúum öllum er gert kleift að sækja um. Auðvitað má vera kerfi, svo sem hvort viðkomandi hafi áður fengið úthlutað, hversu lengi búsettur í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt.

Reykjavíkurborg þarf að vaxa og hún mun gera það undir ötulli stjórn Vilhjálms. Hann hefur sýnt okkur það með gríðarlegri þrautseigju og áhuga með áratuga starfi í stjórnmálum að hann er fær um að rétta við það sem aflaga hefur farið í Reykjavík.


mbl.is Eitt af aðalverkefnunum að auka lóðaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband