23.6.2008 | 13:42
Búrið
Eins og eflaust flestum, þá var mér jafn brugðið við að sjá þetta búr þegar það kom hingað. En segja má að tíminn var naumur og málið nýtt fyrir okkur, ísbirnir hafa hingað til ekki verið boðnir velkomnir til Íslands með öðru en móts við örlög sín.
Hversu mikil gestkvæmni er fólgin í slíku er auðvitað álitamál, en mannskepnan gengur fyrir hvað öryggið varðar þegar kemur að svona skepnum.
En fyrirhöfnin var ærin. Og kostnaðurinn einnig. En einhvern veginn fannst mér þó ísbjarnar-sérfræðingur enginn sé, að þegar allt var komið á staðinn, búrið fína og mannskapurinn ásamt vopnum sínum, að atlagan að dýrinu hefði mátt vera með spakari hætti. Hér er um að ræða skepnu sem sjálf býr yfir gríðarlegu veiðieðli og því sjálf vör um sig. En með ráðherrann og fylgdarliðið bíðandi með einkaflugvél, þá mátti auðvitað engan tíma missa...
Búrið hefði mátt smíða heima. Engin spurning, hefði ekki tekið lengri tíma en að fljúga því alla leið frá Kaupmannahöfn til Akureyrar með Icelandair Cargo. Hvaða járnsmiður sem er hér á landi hefði getað gert þetta með minni tilkostnaði. Nú liggur fyrir hvernig búrið á að vera og sjálfsagt að eiga slíkt búr.
Tveir birnir þetta sumarið og hugsanlega sá þriðji, gefa fyrirheit um fleiri svona heimsóknir á næstunni. Því er rétt að vera við öllu búin. Huganlega má útbúa búr með sem einnig þjónaði sem gildra, þannig að ætinu yrði komið fyrir inni í búrinu. Þegar björninn fer eftir ætinu, lokast búrið á eftir honum..
![]() |
Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.