Erum við kannski lánsöm eftir allt saman að hafa krónuna?

Ég velti því fyrir mér hvort staða okkar íslendinga sem í dag er framúrskarandi erfið og tilkomin bæði vegna krónunnar,  útrásar okkar og ekki síst vegna breta , sé kannski ekki svo slæm miðað við það sem koma skal á Evrópska efnahagssvæðinu?

Sem lítið hagkerfi með eigin gjaldmiðil erum við berskjaldaðri en aðrar þjóðir, enda viðkvæm fyrir sveiflum. En rétt eins og lítið hjól þarf fleiri snúninga fyrir vegalengdina, þá þarf stærra hjólið færri. En þungi þess verður meiri.
Getur verið að það sé það sem Evrópska efnahagssvæðið sé að sigla inn í? Samdrátt sem gerist hægar, en verður mun miklu meiri og erfiðari við að eiga?

Við sem fyrst þjóða til að lenda í þessu, reyndar mun hraðar fyrir sök breta, (gleymum því ekki að ef við hefðum haldið áfram að taka við innlánum í útibúum erlendis, þá sé ég ekki annað en vandi okkar hefði einfaldlega orðið meiri síðar), verðum þá kannski sú fyrsta til að ná okkur á strik?

Ég er ekki SVO svartsýnn á það sem koma skal á Íslandi miðað við það sem ég held að sé að koma á Evrópska efnahagssvæðinu.

Að öðru:
Velti fyrir mér íslensku bönkunum og falli þeirra. Glitnir vegna þjóðnýtingar, Landsbankinn vegna Glitnis og vantrúar á efnahagsstefnu íslendinga í kjölfar þjóðnýtingar Glitnis, og svo Kaupþings vegna alls þessa og hvatvísi breskra ráðamanna.

EN;
Eins og staðan er í dag, þá sé ég ekki annað en vandi Glitnis sé í raun langminnstur og kannski var Glitnir bara vel rekinn banki eftir allt saman?
Svo sagði uppgjör bankans alla vega.

Við komumst að því þegar uppgjör málsins í heild hefur farið fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband