30.10.2008 | 09:52
Nákvæmni Birnu bankastjóra
Alveg er mér fyrirmunað að skilja hvernig í ósköpunum þessi manneskja telur sér fært að sitja sem aðalbankastjóri Nýja-Glitnis með þetta mál uppi.
Að fólk eigi að trúa því að hún hafi ekki tekið eftir því að 184.000.000.00 hafi ekki farið út af reikningnum sínum vegna kaupa á bréfum í félaginu. Ef félagið hefði hækkað, þá er ég viss um að hún hafi verið fljót að hlaupa til og ganga frá málum. Nei, hún sá bréfin sín lækka og lækka og þess vegna ákvað húna að gera hvað? Bíða og sjá HVORT hún myndi sleppa með þetta. Gera ekkert og VONA að þetta gleymist bara.
Þessi manneskja á að sjá sóma sinn í því að víkja nú þegar. Þetta eru óheilindi.
Athugasemdir
Sammál þér Eyþór.. Sukkið heldur áfram. Þetta er siðlaus kona. Pældu í því hún var búin að fá skatta afsláttinn,hún var búin að gera skattskýrslu hún hefur örugglega talið bréfin fram þar.
Einar Vignir Einarsson, 30.10.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.