Staðan hér í Litháen..

Hér er því spáð að Litháen muni standa sig best af Baltiklöndunum þremur. Þó verðbólga sé nú há, 12,2%, þá eru jákvæðir þættir einnig.  Aukning landsframleiðslu hér er ein sú mesta í EU frá síðasta ári, eða um 3,7% á meðan meðallandsframleiðsla í EU hefur minnkað um 1,3%.

Hagvöxtaraukning á þessu ári verður um 4,4% á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Danske Bank og um 2,9% á næsta ári.  Á seinni hluta 2008 var hagvöxtur hér 5,5%,langhæstur meðal hinna þriggja Baltiklanda.

Spár um framtíð fasteignamarkaðsins í Litháen eru ekki alslæmar, 51 af 100 hagfærðingum sem gáfu álit sitt, sögðu að um yrði að ræða minnkun fasteignasölu í um tvö ár, en þá færi sá markaður af stað aftur. Hér þarf á næstu 20 árum að byggja yfir 30 milljón m2 af íbúðarhúsnæði til að mæta meðalfermetra fjölda per íbúa í Evrópu.

Skv. upplýsingum frá EUROSTAT þá varð mesta hækkun á útflutningsverðmæti hér í Litháen á fyrri helmingi þessa árs, eða 34%.

Framundan er lokun kjarnorkuversins í Ignalina sem komið er til ára sinna. Eitt af inngönguskilyrðum í EU var að Litháar lokuðu þessu veri sem er eitt tveggja kjarnorkuvera hér í landi.
Framundan er bygging nýs kjarnorkuvers og er undirbúningur á byrjunarstigi. Líklega tekur slíkt allt að tíu ár, svo um þessar mundir er unnið að samningum við  EU að fá að nýta Ignalina kjarnorkuverið í einhver ár áfram, eða til 2012.

Almennt er hugur í fólki hér, en enn er glímt við  spillingu á flestum stjórnsviðum sem verður líklega viðvarandi þar til stjórnmálamenn frá Sovéttímanum hverfa af velli, en þeir eru almennt taldir búa yfir tvöföldu siðferði.

Styrkur Litháa í efnahagsástandinu er að þeir eru nægjusamir og ekki hrifnir af því að skulda. Hér er t.d. hæsta hlutfall skuldlauss íbúðarhúsnæðis í EU.

En styrkur þeirra einnig er að á viðskipta- og atvinnusviði eru þeir framsæknir, duglegir og útsjónarsamir. Þá er fólk hér almennt mjög menntað, einhvers staðar las ég að hér væri tvisvar sinnum fleira fólk með æðri menntun er í öðrum ríkjum EU.

Menningarlíf hér er í miklum blóma, hér starfa amk þrjár sinfóníuhljómsveitir, hér er gott óperuhús, fílharmonía og fjöldi mjög vel sóttra leikhúsa. Þá eru Litháar afar duglegir að sækja tónleika þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem hingað koma.

Þeir Íslendingar sem hingað koma eru almennt afar ánægðir, fólk talar um hvað hér er allt snyrtilegt, fallegar byggingar enda Vilnius þegar orðin ein af perlum Evrópu og ekki síst er rætt um hvað fólk hér er kurteist.

Landið er 35% skógur og er timburframleiðsla þess vegna mikil. Þá eru hér olíuauðlindir sem nýlega voru seldar Pólverjum.

Að vera Íslendingur er hér afar gott, sérstaklega þegar rætt er við fólk sem komið er yfir miðjan aldur og tók þátt í sjálfstæðisbaráttunni, það gleymir ekki því sem Ísland gerði á sínum tíma með Jón Baldvin í broddi fylkingar, eitthvað sem menn hafa síðar rætt um sem stærsta afrek Íslendinga í utanríkismálefnum.



mbl.is Íhaldsmenn sigruðu í Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að ástandið er ekki eins slæmt og hér...

Góð næring og ódýr máltíð gæti samt verið það sem þurfa á þessum tímum....

... kannski ert þú maðurinn til að færa þeim það?

Herbalife er í 70 löndum, veit ekki hvort það er í Litháen

Business kveðja 

Íris :)

Íris Fjóla (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband