Geir er rólegur

og þá er ég rólegur. Hann er að sjálfsögðu með allar upplýsingar um stöðuna og möguleika okkar í henni. Svo rólegur að furðu sætir segja blaðamenn.
Ég treysti honum og ég trúi því að við eigum eftir að koma upprétt frá þessu öllu.

Það er mikil reiði á Bretlandseyjum, það heyrist að sjálfsögðu mest í þeim sem bíða aura sinna. Hinir hlusta bara að fáeinum undanskildum. Þetta á allt eftir að breytast.

Við búum að mikilli þekkingu nú þegar eftir alla útrásina sem ekki bara fáeinir tóku þátt í. Fjöldi þess fólks sem kom að útrásinni er gífurlegur. Enda ekki skrýtið, landið er allt of lítið fyrir allt það viðskiptamenntaða fólk sem við eigum. Og veröldin er ekki lengur bundin neinum landamærum.
Internet ásamt bættum og ódýrari samgöngum gefa fólki nú tækifæri til þess að láta ljós sitt skína á alþjóðavettvangi.

Rétt eins og menn sóttu sjóinn í öllum veðrum og oft í tvísýnu, þá gerum við það líka.
Þetta er í genunum.

En uppgjöf er ekki í okkar genum.

Þessi Gordon Brown á eftir að súpa seyðið af mistökum sínum. Við sjáum til þess.


mbl.is Brown sakaður um ragmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Af hverju ertu að dásama Geir og kenna Bretum um allar ófarirnar, þetta er allt okkur Íslendingum að kenna og ódýrt að varpa ábyrgðinni yfir á aðra. Útrásarvíkinganir komu okkur í þessa stöðu með hjálp forsetans og feliri, en það alvarlegasta er að bæði Seðlabanki & Fjármálaeftirlitið sváfu djúpum svefni og fylgdust ekkert með og auðvitað bera bankastjórnir líka mikla ábyrgð á ósköpunum.

Skarfurinn, 15.10.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband