Færsluflokkur: Bloggar
17.5.2010 | 08:25
Það fer lítið fyrir ...
...góðum fréttum af afkomu Lífeyrissjóðs Starfsmanna Ríkisins að mínu mati. Þessi langstærsti sjóður landsins skilaði nafnávöxtun upp á 11,9% eða raunávöxtun upp á 2,9% sem verður að teljast ótrúlega góð afkoma miðað við það sem á undan er gengið.
Slíkt ástand sem sjóðirnir hafa búið við er eitt stærsta álagspróf sem þeir geta nokkkru sinni fengið. Bæði með því óraunverulega góðæri sem ríkti og svo hið gríðarlega fall sem varð í kjölfarið.
Það er til marks um fréttir liðinna daga og þann anda sem virðist ríkja í fréttamennsku, að lítið hefur farið fyrir þessari góðu frétt af LSR, sem gætir hagsmuna fleiri landsmanna en nokkur annar sjóður.
Nú er lag að gera samanburð á afkomu lífeyrissjóða. Tökum þá með í reikninginn að auðveldara er að sýna fram á betri afkomu smærri sjóða en minni.
Lítill bátur lætur betur að stjórn en stórt skip.
Lækkar skuldabréf um 19,4 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 14:03
Sverrir Stormsker um Davíð, Steingrím J, Jóhönnu og þjóðina
ÞAÐ er undarlegt þetta samband milli þjóðarinnar og Davíðs Oddssonar, eða sambandsleysi öllu heldur, og svo þetta ástarsamband milli þjóðarinnar og Steingríms J. Sigfússonar. Nokkur dæmi: Davíð vildi ekki sjá IMF. Þjóðin vildi sjá IMF en vildi ekki sjá Davíð. Í dag vill þjóðin ekki sjá IMF en ennþá síður Davíð. Þjóðin vildi sjá Steingrím J. en Steingrímur vildi ekki sjá IMF, ekki fyrr en þjóðin var búin að gera hann að ráðherra. Þá vildi hann sjá IMF. Þjóðin treystir samt ennþá Steingrími en hatar Davíð. Davíð vildi ekki sjá að allir hinir svokölluðu frjálsu fjölmiðlar væru á einni og sömu hendi. Þjóðin vildi hinsvegar ekki sjá neitt athugavert við það og túlkaði þetta sem geðillskukast og öfund í Davíð. Davíð vildi fjölmiðlafrumvarpið í gegn. Þjóðin vildi reka Davíð í gegn og vildi ekkert óþarfa fjölmiðlafrumvarp. Í dag vill þjóðin fjölmiðlafrumvarp. Steingrímur vildi ekki og vill ekki sjá neitt fjölmiðlafrumvarp. Þjóðin treystir samt ennþá Steingrími en hatar Davíð. Davíð vildi ekki sjá Ólaf Ragnar. Meirihluti kjósenda vildi sjá Ólaf Ragnar og það aftur og aftur og aftur. Í dag er Ólafur uppgötvaður sem klappstýra útrásarvíkinganna og enginn vill sjá hann. Þjóðin er þarna orðin sammála Davíð. Samt situr Ólafur ótruflaður (af þjóðinni) en Davíð er böggaður kvölds og morgna. Davíð var ekki par hrifinn af Baugi og útrásarloddurunum og var í raun eini maðurinn sem þorði að standa uppí hárinu á þeim. Þjóðin dýrkaði útrásarvíkingana og sagði að Davíð væri vitfirringursem væri bara að reyna að hefna sín á þeim fyrir að hafa kyrkt Kolkrabbann. Í dag fyrirlítur þjóðin útrásardólgana. Bónus er hinsvegar ennþá vinsælasta verslunin, Samspillingin vinsælasti flokkurinn og Davíð óvinsælasti maðurinn. Davíð vildi ekki sjá það að greiða erlendar skuldir óreiðumanna. Baugsmiðlarnir bjuggu strax til hysteríu úr þessu og þjóðin lét teyma sig á eyrunum einsog venjulega og trylltist gjörsamlega líkt og hún vildi alveg hreint endilega fá að borga erlendar skuldir óreiðumanna. Í dag vill þjóðin ekki sjá það að borga erlendar skuldir óreiðumanna. Það vill hinsvegar Steingrímur J. þó hann hafi sagt annað fyrir kosningar. Þjóðin treystir samt áfram Steingrími en hatar Davíð. Jóhanna Sig. og þjóðin öskruðu Davíð í burtu, eina manninn á landinu sem hafði roð í útrásarþjófana, og tróðu Steingrími í ráðherrastól, manni sem sagði fyrir kosningar að hann myndi láta elta gangsterana uppi hvar sem til þeirra næðist og láta frysta eigur þeirra en að sjálfsögðu hefur hann ekki efnt það frekar en nokkuð annað sem hann lofaði fyrir kosningar. Ekki eitt orð. Skjaldborgin sem hann og Jóhanna lofuðu t.d. að reisa um heimilin virðist eingöngu vera um þeirra eigin heimili og bankanna. Davíð vildi þjóðstjórn þegar allt var að hrynja. Þjóðin átti ekki til orð yfir slíkan hálfvitagang og meiraðsegja Þorgerður Katrín lét í það skína að kallinn væri með óráði. Í dag held ég að stór hluti þjóðarinnar sé sammála Davíð. Og þó. Líklega treystir hún ennþá Steingrími og Samspillingunni best til að leiða þjóðina útúr ógöngunum. (Ég hlýt að mega nota orðið Samspillingin þar sem ég bjó það orð nú til á sínum tíma, takkfyrir). Davíð vildi ekki sjá ESB og sagði það sem hann meinti og meinti það sem hann sagði. Þjóðin var klofin. Steingrímur J. sagði FYRIR kosningar að hann vildi ekki sjá ESB. Eftir kosningar sáum við hvað gerðist. Fyrir undanlátsemina og vingulsháttinn fékk hann ráðherrastóla. Og þetta er maðurinn sem kallaði Davíð gungu og druslu. Úfff. Steingrímur J. hefur verið að vinna hörðum höndum að því að framkvæma allt sem hann lofaði fyrir kosningar að framkvæma ekki. Þjóðin hinsvegar hatar Davíð sem hún virðist í dag sammála um flesta hluti en elskar Steingrím J. sem hún er ósammála um allt. Fyrir nokkrum mánuðum gerði þjóðin gasalega byltingu og heimtaði nýja ríkisstjórn, skiljanlega, því hin var vonlaus. En hvernig notaði þjóðin svo atkvæðisréttinn? Jú, kaus yfir sig sömu dugleysingjana og hugleysingjana sem höfðu ekki gert handtak þrjá mánuðina þar á undan; kaus meðreiðarsveina útrásarhlandaulanna sem stærsta flokk landsins og svo hentistefnukommúnista sem þann næststærsta. Þar af fengu þeir þrír flokkar sem komu með beinum hætti að hruninu, Sjálfstæðisflokkurinn, Framasóknarflokkurinn og Samspillingin, um 70% atkvæða. Hver á að skilja þessa hringlandi vitlausu reykáss-þjóð? Sálfræðingar sem sérhæfa sig í Stokkhólmssyndrominu? Þjóðin vill greinilega engar breytingar. Hún reynir aldrei að hafa það sem sannara og betra reynist heldur aðeins það sem flokkshollara reynist. Hún rígheldur í sinn hrepparíg flokksríg sitt smáborgaralega þjóðarsport. Hún vill vera grilluð á daginn og láta snæða sig á kvöldin. Skilur ekki orð einsog þjóðstjórn, utanþingsstjórn, persónukjör, beint og milliliðalaust lýðræði o.s.frv. Ef sama fólkið er að mótmæla í dag og mótmælti fyrir nokkrum mánuðum þá er það raunverulega að mótmæla eigin trúgirni og einfeldni. Það fékk það yfir sig sem það heimtaði og kaus. Varla er gleymskan og heimskan í algleymingi? Það er einsog þjóðin fæðist á fjögurra ára fresti og sumir jafnvel á enn skemmri tíma. Eftir næstu pottlokabyltingu og kosningar verðum við hreinlega að fá forsætisráðherra sem við getum kallað samnefnara þjóðarinnar. Það eru tveir sem koma til greina: Steingrímur J. Mosdal og Ólafur Ragnar Reykás. Davíð, þjóðin og Steingrímur J. Eftir Sverrir Stormsker »Ef sama fólkið er að mótmæla í dag og mótmælti fyrir nokkrum mánuðum þá er það raunverulega að mótmæla eigin trúgirni og einfeldni. Það fékk það yfir sig sem það heimtaði og kaus.
Sverrir Stormsker
Höfundur er tónlistarmaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 09:11
En ef höfðatalan er notuð...
Þá var hátíðarkór Sambands íslenskra karlakóra á Söngmóti í Hafnarfirði árið 2005 stærri miðað við höfðatölu. Þar sungu yfir 1000 söngmenn. Ef miðað við höfðatölu, þá var þar einn söngmaður á hverja 310 íbúa Íslands. Indverjarnir voru því aðeins einn á hverja 6250 íbúa. Ef Indverjar ætla að jafna okkar met, þá mega þeir mæta með yfir 3.000.000 manna kór...
Stærsti kór sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2009 | 18:43
Enginn Norðmaður?
Fundað um stjórnarmyndun í Norræna húsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 13:02
Bjargað... frá?
Þetta er athyglisverð frétt. Á að skilja svo að okkur sé óbjargandi eða að Evrópusambandið sé ekki lausnin og við eigum að einbeita okkur að öðrum lausnum? Athyglisvert einnig er að enn eru það Norðmenn sem gefa tóninn fyrir okkur íslendinga. Er það sem koma skal? Þegar allt er farið fjandans til í úrræðaleysi stjórnmálamanna, að við segjum okkur til Noregs?
Var á ráðstefnu hér úti í morgun þar sem Ísland var nefnt sem gjaldþrota land. Gaf mig á tal við tvo blaðamenn á eftir sem báðir stóðu í þeirri trú að Ísland væri gjaldþrota. Nice...
Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2009 | 09:37
Lítill kostnaður í samanburði við þetta;
Meðalárslaun bankastjóra 57-76 milljónir
Árslaun bankastjóra stærstu banka á Norðurlöndum voru á bilinu 57 til 76 milljónir króna á síðasta ári. Laun íslenskra bankastjóra voru á sama tíma á bilinu 17 til 70 milljónir króna. Langhæst þar af voru laun forstjóra Kaupþings, Sigurðar Einarssonar, en laun hans voru á við hæstu laun bankastjóra á Norðurlöndum.
Mjög sanngjarn kostnaður að mínu mati. Set þó spurningar við að arkitekt skuli vera henni innan handar með gagnaöflun og þýðingar. Hefði haldið að slíkt þyrfti að vera í höndum séfræðinga tengdum slíkum málum..
Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009 | 10:25
Rústir einar
Það er vandséð annað en hrunsferlinu sé lokið. Er ekki allt hrunið sem hrunið gat? Það er ljóst að botninum er náð og uppbygging getur hafist. Nú ríður á að rétt sé að staðið. Við erum komin í gömlu stöðuna, bankarnir í eigu ríkisins og stýrt af pólitíkusum.
Bankastjóri Nýja Kaupþings er fyrrverandi bankastjóri ICEBANK sem tókst að fara fyrstur niður. Nú er sá banki kominn undir þennan sama mann auk annarra banka.
Hvernig má þetta vera? Er það vegna þess að hann er mágur Ingibjargar Sólrúnar? (einhver sagði mér það, má ver rangt hjá mér)? Hvernig var staðið að ráðningu bankastjóra þessa stóra banka?
Við erum komin á upphafspunkt að nýju. Ég er sammála Geir Haarde, nú ríður á að fólk komi sér upp úr skotgröfum stjórnmála og sameinist allir sem einn í því að leita lausna. Flokkadrættir eiga sér engan rétt við þessar aðstæður.
Sér fyrir endann á hrunsferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 11:21
og báðir standa...
veikari eftir, Frjálslyndir og Sturla.
Sturla í Frjálslynda flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.2.2009 | 17:38
Ekki fát á Fjölni!
Fáir standa honum á spori þegar kemur að hestum, hann kann svo sannarlega að umgangast þá eins og þetta þrekvirki hans sannar.
Einn í einu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 09:34
Bretar, líti sér nær...
Það er athyglisvert að sjá þessa úttekt Bretanna, því miður virðist sem þess sé ekki langt að bíða að þeirra bíði svipað í heimspressunni, enda í svipuðum málum nú þegar og við Íslendingar. En auðvitað má beina sjónum frá sjálfum sér í bili með umfjöllun sem þessari.
Raunverulegur sökudólgur fjármálakreppunna, USA, er ekki nefnt á nafn í þessari grein og virðist enginn ræða það lengur. Né heldur þá staðreynd að Standard&Poor og Moody´s, þessi tvö lánshæfisfyrirtæki gáfu handónýtum skuldabréfajafningum Bandaríkjamanna, upp á 1,3 Trilljón dollara og voru aðal útflutnginsvara USA um tíma, sömu einkunn og Government Bonds.
Þetta mátti svo veröldin gleypa með þeim alfleiðingum sem við öll þekkjum.
Þetta dúó, Hörður og Hallgrímur tala ekki fyrir mig með þessum barnalegu ummælum sínum.
Bjartar sumarnætur munu lifa lengur á Íslandi en hið gamla heimsveldi Bretland. Viðskiptalíf mun blómstra að nýju hér á Íslandi, þó með öðrum og ábyrgari hætti, meira eftirliti. Ísland verður áfram draumastaður ferðamanna frá veröld allri. Fiskurinn, fallvötnin, náttúran, landbúnaðurinn og áræði þjóðarinnar fer hvergi.
Já, við munum sigla þennan sjó.
Hér eru ágætar ljóðlínur Hannesar Hafstein:
Já, láttu gamminn geysa fram
í gegnum lífsins öldur;
þótt upp þær stundum hefji hramm
ei hræðstu þeirra gnöldur.
Sjá, hvílík brotnar báru mergð
á byrðing einum traustum,
ef skipið aðeins fer í ferð,
en fúnar ekki í naustum.
Og mundu, þótt í votri vör
þú velkist fyrir sandi,
að bylgjur þær, sem brjóta knör
þær bera þó að landi.
Og stormur þurrkar segl í svip
þótt setji um stund í bleyti,
og alltaf má fá annað skip
og annað föruneyti.
Bjartar sumarnætur að baki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)