Sama hvað á dynur í veröldinni..

Það virðist sama hvað á dynir í veröldinni, stríð, náttúruhamfarir eða hverjar aðrar hörmungar til lengri eða skemmri tíma, Ísland siglir í gegnum þetta allt saman hægt og örugglega, og alltaf upp á við. Hitastigið fer hækkandi, fólki fer fjölgandi, trén fara stækkandi, bönkunum fjölgandi, milljóna- og milljarðamæringum fjölgandi, ýsugengdin í sjónum vaxandi,  og Guð má vita hvað!

Hvað hef ég til unnið að hafa fæðst í þessu sæluríki?




 


mbl.is Góð og slæm gróðurhúsaáhrif í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt sem fer upp þarf einhvern tímann að koma niður.  Það er um að gera að njóta góðærisins en á sama tíma hugsa um framtíðina.  Því ef að vísindamenn hafa rétt fyrir sér þá er mikil hætta á að Grænlandsjökull bráðni og þ.a.l. stöðvi golfstrauminn sem svo leiðir til annarar ísaldar, þ.e. ef við vöknum ekki upp af dvala og reynum að gera eitthvað í málinu.

Halldóra Scales (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 15:02

2 identicon

Allt sem fer upp þarf einhvern tímann að koma niður.  Það er um að gera að njóta góðærisins en á sama tíma hugsa um framtíðina.  Því ef að vísindamenn hafa rétt fyrir sér þá er mikil hætta á að Grænlandsjökull bráðni og þ.a.l. stöðvi golfstrauminn sem svo leiðir til annarar ísaldar, þ.e. ef við vöknum ekki upp af dvala og reynum að gera eitthvað í málinu.

Halldóra Scales (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 15:57

3 Smámynd: Ólafur Als

Kæra Halldóra, ekki að örvænta. Allt getur gerst á einn eða annan veg og sem betur fer liggja fyrir vísindaleg gögn sem draga í efa að maðurinn valdi hér öllu. Hið náttúrulega umhverfi hefur hingað til séð alfarið um að breyta veðurfari, valdið ísöldum og hlýindaskeiðum og engar líkur á að sú vinna sé aflögð.

Gleðilega páska öll,

Ólafur Als, 6.4.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband