Unglingsþjóðin...USA

706unclesam

Bandaríkin hafa gjarnan yfir sér ljóma, sérstaklega í hugum þeirra sem ekki hafa sótt þá heim. Sama gilti um mig ungan manninn sem á sínum tíma tók saman föggur mínar, seldi það sem safnast hafði sem var Mazda 929 2ja dyra árgerð 1978 og einhverjir aurar og reisti til Bandaríkjanna. Tilgangurinn: að læra að fljúga, til að bæta við það nám sem ég hafði þá lagt í hér heima.

Dagurinn rann upp, gríðarleg snjókoma þegar ég hélt í flugvélina sem var Douglas DC 8. fjögurra hreyfla þota sem þá var þegar á undanþágu í USA vegna gríðarlegs hávaða í aðflugi og flugtaki.
Íslendingum, þessari fátæku smáþjóð var gert kleyft að nota þessar þotur lengur en öðrum þjóðum við flug í USA. Flugið var jafnan leggurinn New York-Keflavík-Luxemburg, ferðatilboð til Bandaríkjamanna sem gerði þeim kleyft að ferðast til fyrirheitnu Evrópu.
Þetta voru á köflum eins og gripaflutningavélar fullar af sveittum Amerískum fátæklingum. Ef maður var lánsamur, þá gat maður beðið um sæti í reyklausu. En, ég var ekki heppnari en svo að ég lenti í næstu sætaröð fyrir framan reyk, þannig að ég sat í reykskýji alla leiðina. Ekki gott fyrir pilt sem aldrei hafði reykt, en ekki að fást um það, tilhlökkunin var mikil og markmiðið hátt.

Ég hafði fengið passa í sendiráðinu heima eftir að hafa svarað alls kyns spurningum um mögulega þátttöku í kommúnístaflokkum og áróðri. Passinn gilti til 3ja mánaða.
Framundan, þetta fyrirheitna land svo margra. Allt sem maður hafði séð í bíómyndunum um Land of the free and home of the brave..

Nú, á endanum lenti maður í JFK flugvellinum í New York og þaðan í immigration. Skal nú viðurkenna að það kannski leit ekki vel út að mæta þarna með einn vodkapela og tyggjókarton og ekkert annað, en þegar maður er 21, þá er maður ekkert að velta slíkum smámunum fyrir sér. Átti nógan aur og ætlaði bara að kaupa það úti sem mig vanhagaði um.
En, land of the free og home of the BRAVE var ekki að kaupa það að þessi íslenski piltur væri í raun að fara í flugnám með þetta eitt í farteskinu. Hugrekki þeirra að hleypa pilti í fyrirhitna landið var einfaldlega ekki til staðar. Svo, ég skyldi heim með sömu vél.
En, einhvern veginn tókst mér á endanum að sannfæra þá tvo sem ég sat fyrir svörum hjá að ég væri ekki kominn í neinum misjöfnum tilgangi, einfaldlega á leið til Dallas í Texas þar sem beið mín innganga í flugskóla.

Og, mér var hleypt áfram með tyggjóið og vodkann. Hélt til Dallas þar sem beið mín allt sem til þurfti. Fékk vinnu við að bóna einkaþotur, draga þær út úr flugskýlunum og setja upp rauða dregilinn fyrir þá sem voru að fara í flug sem margir hverjir voru auðvitað ríkir og frægir.

En, þótt glansmyndin væri fín, Dallas skemmtileg að mörgu leyti, þá kom mér verulega á óvart hvað fólkið sem hafði alltaf á takteinum spurninguna How are you? var í rauninni skítsama hvernig ég hefði það. Ekki það að ég væri að ræða endilega um það, en Bandaríkjamenn eru í raun afar lokað fólk. Í hverfinu það sem ég bjó vantaði ekki að fólk hafði mikinn áhuga á ef nýtt fólk flutti í hverfið. Þannig var gjarnan farið með köku til hinna nýfluttu. Gestrisni? Ekki beint. Í raun eru Bandaríkjamenn eingöngu að kanna hvort einhver vá stafi af hinum nýja nágranna.
Engin samskipti eftir það.

Ég lærði margt um Bandaríkjamenn á þeim tíma sem ég var þar. En bestu skilgreiningu á þeirri þjóð las ég í viðtali við íslending sem þekkti þá af eigin raun einnig eftir að hafa búið þar.
Unglingsþjóð kallaði hann þá. 

Einhver sagði að besti staðurinn fyrir Osama Bin Laden til að fela sig sé í raun í Bandaríkjunum því þar vilja Bandaríkjamenn ekki af öðrum vita.

Nú er staða þeirra í alþjóðamyndinni orðin ansi afskræmd og illa farin. Af eigin sjálfumgleði og yfirgangi eru þeir langt komnir með að fyrirgera eigin sjálfstæði fjárhagslega. Meðan aðrar risaþjóðir mata krókinn og efnast langt um fram þá eyða Bandaríkjamenn bæði eigin fé, lífi og limum til einskis. Stríðinu í Írak sem lýst var yfir 44 dögum frá upphafi þess að væri MISSION ACCOMPLISHED er enn fram haldið án sýnilegrar ástæðu, eitthvað sem þjóðir heimsins eru í auknum mæli á móti.

USA 1

Ég læt hér fylgja mynd af Bandaríkjamanni sem fór til Írak til að berjast fyrir þjóð sína, okkur Íslendinga og fleiri. Myndin stækkar ef ''tvíklikkað'' er á hana.

Ég er þess handviss að þessu ungi maður sem á þessari mynd sést ásamt eiginkonu sinni sé ekki sammála yfirflugi Bandaríkjamanna yfir Íran til þess að ''hræða'' Írana.

Þeir verða ekki hræddir frekar en aðrir við Bandaríkjamenn. Staða Bandarikjamanna í Írak er ekki lengur neitt til að hræðast. Fólk í heiminum er farið að finna til með þessum hermönnum sem margir hafa ekki einu sinni náð tvítugsaldri.
Þeir sem sleppa heim úr stríðinu koma stórskemmdir á sál og líkama. Þrír af hverjum fjórum eiga við andleg vandamál að glíma. Staða þeirra í framtíð og áhrif þeirra á Bandarískt þjóðfélag á eftir að koma í ljós.
past2
Mér hryllir við þeirri tilhugsun að Bandaríkjamenn skuli enn telja sig að því komna að heyja frekari stríð í Austurlöndum.

Samherjararnir, Bretar eru farnir að sjá í gegnum leikmyndina Bush og geðveiki hans.
Ég sakna Bill Clinton sárt. Auðvitað var hann breyskur eins og við öll, en mikið leið mér vel með hann sem forseta USA. Heimurinn var einfaldlega öruggari með hann í Hvíta húsinu.

Við Íslendingar erum auðug að eiga þessar ljóðlínur sem eitt sinn voru sannar;

Hver á sér meðal þjóða þjóð
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?

Ég vil Ísland af lista hinna staðföstu þjóða.


mbl.is Bandaríkjamenn buðust til að hræða Írani í deilunni við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr. Gleðilega páska. Sjáumst nú vonandi fljótlega, ekki að vera langt að fara núna:D

Anna Ólöf (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Verð að hrósa þér fyrir vel skrifaða færslu.  Sammála þér. Þú lést mig muna eftir bók sem ég ætlaði að kaupa mér og mig langaði mikið til að lesa, sá hana í Waterstone´s hérna á Gower Street.

Bowling Alone: The Collapse and Revival of American Community (Paperback)
by Robert Putnam (Author)

Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 01:08

3 identicon

Mikið vel skrifuð grein hjá þér. Er sjálf í USA og veit að þetta er satt og rétt hjá þér. Oh pls. come by , segja þeir og ef maður gerir það dettur af þeim andlitið.Kanar líka frægir fyrir að smile in your face and stab you in the back. Ég er alveg að verða búin að fá nóg hér og er á leiðinni heim.

    Var svona út á skemmtistað um daginn og dirfðist til að segja við smástráka nýkomnir úr þjálfun ´How do you feel about going to kill people´  Kjafturinn á mér alltaf þvílíkur. En allavega eitthvað officera viðrini réðist á mig með þvílíkum látum, öskraði o.fl. Gleymi ekki tönnunum í honum voru eins og vígtennur og smástund var ég smá hrædd um að kallinn myndi bíta mig. En þagnaði þegar ég sagði honum að að maður hefði nú alldeilis rétt á því að segja sína skoðun hér, og hvort það væri ekki akkúrat eitt af því sem væri verið að berjast fyrir, hehe. Mikið að hann skyldi ekki senda FBI á mig, talandi með hreim. Því miður Kanar þurfa að læra mannasiði og meðaumkun með náunganum.

  Gáfu út einhverja mynt um daginn og gleymdist að skrifa in God we trust á peninginn. Humm, enn og aftur á skemmtistað og datt út úr mér , hvað var ´þá sett, ´in Money we trust´ Ill augu á mig.  Fólki sem ekki hefur b´´uið og unnið hér finnst örugglega þetta fordómar og bábilja, en því miður er þetta svona, vildi að ég gæti sagt aðra sögu. Ekki algilt þó, eins og um allt. 

heimþrá (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 04:23

4 identicon

Já kanarnir er einasta þjóðin sem er að verja heimalandið í öðrum heimshluta og eru nógu vitlausir að velja olíufursta og þá sem þéna mest á stríðsrekstri til að stjórna landinu Regan réðist á Grenanda (eg held að eyjan heitir Grenanda) þeir ættu kanski að halda sig frá stærri þjóðum en það ef þeir ætla sér að bera sigur úr bítum.         Kanski ætluðu þeir sér að fljúga með eina áttu yfir iran

otto (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 05:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband