Finnair yfir Rússlandi

Finnair er eitt fárra flugfélaga sem hefur beina yfirflugsheimild yfir Rússland, sem skapar félaginu sérstöðu. Þannig styttist tími þeirra mjög svo fjölgandi ferðamanna sem ferðast frá Asíu. Félagið hefur verið að bæta ört við ferðum undanfarið og ekki úlit fyrir annað en að sætanýting eigi eftir að stóraukast í framtíðinni eins og fram kemur í frétt Mbl.

Þessi fjárfesting íslenskra fjárfesta er því eitthvað sem menn ættu að sitja á. Vantaa flugvöllur í Finnlandi er að verða Asíubúum eins og Heathrow og Kastrup fyrir Evrópubúa. Þannig er Vantaa völlurinn nýttur sem transfer völlur. Á tíðum ferðum mínum til Finnlands undanfarin tæp þrjú ár hefur maður ekki farið varhluta af vaxandi umferð um völlinn.

Finnair og Icelandair:
Mér er það nokkurt þakkarefni, að enn hafi íslenskir fjárfestar ekki náð ráðandi eignarhlut í Finnair. Ekki það að ég geti ekki unnt þessum mönnum að hagnast á því. Þvert á móti, ég er stoltur af íslenskum fjárfestum.
En þetta hefur með matinn að gera. Hann er góður hjá Finnair, jafn góður eins og henn er orðinn slæmur hjá Icelandair, eftir ''Hagræðingu'' fjárfestanna sem þurfa enn meiri arð af bréfum sínum.
Að upplifa hvernig þeir hafa farið með Icelandair undanfarið tekur mig sárt.
Það var mér jafnan gleðiefni að komast um borð í Icelandairvélarnar og fá þann góða mat sem jafnan var á boðstólum.
Nú er svo komið að ekki er lengur boðið upp á annað en einhverja ógeðslega kalda stöppu sem er vandlega pökkuð í upphitað plast. Ekki er fyrir alla að opna pakkningarnar um þennan ógeðslega mat, því mikið þarf að leggja á sig að komast í gegnum pakkningarnar. Hávaðinn sem þessum plastupprifum fylgir, þegar farþegar eru að rífa þetta upp á svipuðum tíma, er hreint niðurlægjandi að þurfa að hlusta á, enda ber þetta vott um hnignun Icelandair.
Ég hef aðeins einu sinni flogið með Iceland Express. En ég verð að segja að það félag fer að verða betri kostur þegar á matinn er litið, því heldur vildi ég geta kosið um Sómasamloku en það sem Icelandair býður upp á.
Þá hef ég heyrt að til að spara enn meira, þá hafi Icelandair fækkað um eina flugfreyju í hverju Ameríkufluginu til að spara. Ekki sel ég það dýrara en ég keypti það, en hér er um stórt öryggisatriði að ræða einnig, því af þessu hlýst að þeir sem sitja við neyðarútganga eru nú orðnir ábyrgir fyrir öryggi annarra, þeir axla nú þá ábyrgð sem týnda flugfreyjan hafði.
Ekki veit ég hvort þetta er satt, en ef svo, þá er hnignun okkar góða félags enn vísari.

Þetta er kannski þakklæti Icelandair til íslensku þjóðarinnar sem gekk í ábyrgð fyrir tuga milljarða ábyrgð til þess að félagið gæti starfað eðlilega eftir 11. september?


mbl.is Uppgangur hjá Finnair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er mikið rétt sem þú segir um matinn hjá Icelandair. Bölvað óæti eins og þetta er núna og hefur verið um nokkurn tíma, enda ef þú lítur í kringum þig eru langflestir að hafna þessu eða kroppa í einhvern hluta, sérstaklega útlendingarnir sýnist manni. Þá er nú eins gott að geta bara pantað samloku.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.8.2007 kl. 13:38

2 identicon

Gaman að sjá að þú ert farinn að blogga aftur!  Fylgist með í gegnum annað héðan úr Mosó!

Valdi (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband