Konan sem kyndir ofninn minn...

Jæja, kannski nokkrar línur í tilefni dagsins, ágúst að klárast og sept að koma. Dísöss hvað tíminn líður hratt. Ég segi eins og maðurinn: Mér finnst ég alltaf vera að kaupa jólatré!
Ekki það, það er eins gott að huga snemma að þeim kaupum í ár, enda í þeim efnum er hver að verða síðastur allan desembermánuðinn!

Ég get verið maður sátta ef ég vill svo, en um helgina stfndi ég hingað tveimur félögum mínum sem ekki hafa mátt séð eða heyrt hver annan. En, máttur sáttar er mikill, þegar þeir fóru héðan af landi brott var vinskapur þeirra orðinn svo mikill að þeir voru orðnir Æskuvinir þótt þeir hafi aðeins þekkst í nokkur ár, menn á fertugsaldri.

En í gær varð ég fyrir leiðindaratviki. Konan sem þrífur íbúðina mína gerir það jafnan á 4 klukkutímum, frá 10-14, og þá kem ég og hleypi henni út. Hér í Litháen eru öll heimili læst slíkum lásum að hálfa væri miklu meir en nóg. Ég er margbúinn að segja blessaðri konunni að hafa lykilinn og skjótast með hann til mín. En hún er af gamla Sovjét og tekur ekki á sig slíka ábyrgð sem lyklavöld. Svo, þegar ég fer til vinnu, þá loka ég og læsi. Nema í gær, var svo gríðarlega mikið að gera hjá mér, að þegar klukkan var að verða 18:00, þá mundi ég allt í einu að ég hafði gleymt að fara og opna!
Það var skömmustulegur ég sem fór og opnaði fyrir blessaðri konunni sem stóð kápuklædd með slæðuna á höfðinu í ganginum. Búin að bíða í næstum 4 tíma!!!
En máttur peninganna er mikill, fyrirgefning mín fólst í góðri greiðslu, þannig að hún fékk miklu meira greitt fyrir biðina en vinnuna.
Svo, ég vona að hún hafi farið sátt, vill alls ekki missa hana, hún straujar svo vel skyrturnar mínar..

Hafið það sem best!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég skil þig alltaf svooo vel ég er einmitt alltaf að kaupa köngla  hvenær kemuru næst heim frændi ? Þú ert svo mikill snillingur hahaha sé konu greyið alveg fyrir mér með slæðuna og hún settist ekki niður neiii hún stóð fyrir innan hurðina í 4 tíma. Hún hefur verið svo ánægð með aukagreiðsluna að hún heldur hurðinni næst þegar þú reynir að hlaupa henni út

Lilja (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 03:23

2 identicon

Sælir

hvernig er lífið?

Sendu mér eithv. skemmtilegt, viðskipti or something,

e mail r70@simnet.is

kveðja Siggi G (góð grein um Bó)

sigurður Garðarsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband