Færsluflokkur: Bloggar
13.4.2008 | 11:01
Írak, Rússar, olíverð,Obama, Nobama, páfinn, Kúba og Kína
Mig langar að benda á þennan link fyrir áhugasama um olíuverð í heiminum í dag, Írakstríðið forsetakosningar og annað sem tengist þeim málum. Athyglisverð skoðanaskipti þar sem ólíklegustu hagsmunir eru farnir að tengjast, eins og:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 11:35
hrekkjusvín eða morðingjar?
Þessi mótmæli bílstjóranna vekja upp margar spurningar. Fyrst spurninguna, hverjar eru kröfur þeirra og hvar er hægt að nálgast þær?
Ef kröfurnar væru sýnilegri almenningi, þá er ég viss um að almenningur myndi sýna meira umburðarlyndi við mótmæli atvinnubílstjóra.
Við Íslendingar höfum verið allt of lin við að láta álit okkar í ljós við aðstæður sem þessar. Ég skil bílstjórana vel. Eflaust velflestir með atvinnutæki sín á erlendum lánum sem hækkað hafa gríðarlega. Þeir sem ekki eru með erlend lán eiga eftir að sjá lán í íslenskum krónum hækka einnig verulega, bara ekki strax. Svo afborganir ganga verulega á mánaðarlegar tekjur.
Þá er það eldsneytið sem einnig hefur hækkað umtalsvert. Og, ríkið fær meginhluta hækkananna!
Þetta er veruleg kjaraskerðing sem bílstjórar mættu sýna fram á í útreikningi. Þannig gætu bílstjórar verið málefnalegri og rökrænni í baráttu sinni. Það er ekki nóg að vera bara með einhvern sem rífur bara kjaft. Það virkar engan veginn.
Þeir hljóta að eiga innan sinna raða einhvern hæfari mann til að vera talsmaður þeirra. Einhvern sem nær til fólksins.
Að rífa kjaft við lögguna er eitthvað sem skellinöðrugaurar geta státað sig af, en hæfir ekki atvinnubílstjórum.
En, kannski er tími mótmælanna upp runninn á Íslandi. Og, ekkert við það að athuga, nema kannski að við hefðum mátt byrja á því fyrr.
Mótmæli eru réttur hvers og eins ef honum finnst á sér brotið.
Og í mótmælum grundvallast lýðræðið.
En mótmælarétti ber að sýna virðingu og festu. Ekki nota hann í fíflagangi.
Bílstjórar: Við höldum áfram" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2008 | 14:57
Aðför að þjóðinni
Rakst á þessa færslu á eyjan.is;
''Sennilega er um mesta þjófnað Íslandssögunnar að ræða fyrr og síðar. Seðlabankinn hefur horft uppá þetta ráðalaus með brækurnar á hælunum og heimilað bönkunum að auka gjaldeyrisstöður sínar langt umfram eðlileg mörk. Nú er svo komið að HMS og félagar geta haft þetta eins og þeim sýnist m.a. með því að hækka álagið á skiptasamninga svo mikið að ekki er nokkur leið til að eðlileg gjaldeyrisviðskipti geti átt sér stað. Sjálfur varð ég vitni að því fyrir tveimur vikum að haft var samband við nokkra vildarvini Kaupþingsklíkunnar og þeim boðið að vera með gengisfellingarátakinu og forða sér þar með í skjól. Tveimur klst síðar hófst hrunið.
Forystumenn Kaupþings hafa lýst því yfir að þeir ætli að keyra gengisvísitöluna í 170 og er ekki annað að sjá en að þeim sé að takast það ætlunarverk sitt. Þeim virðist hins vegar vera slétt sama um almenning og kúnnana sem þér hafa mergsogið og standa nú margir hverjir frammi fyrir eignaupptöku og gjaldþroti með þeim harmleik sem því fylgir. Planið er auðvitað að sýna fram hver ræður peningamálum hér á landi, ásamt því að sýna mikinn gengishagnað nú á fyrsta ársfjórðungi og svo miklar verðbótatekjur það sem eftir lifir árs. Þetta er nú öll ráðgátan á bak við gengishrunið.''
Nánar hér;
Ef rétt er, hvar eru yfirvöld? Hvar er eftirlitið??
Bloggar | Breytt 25.3.2008 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 08:11
George Bush lýsir yfir stuðningi..
Clinton hvergi af baki dottin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2008 | 18:16
Vorið að koma í Vilnius
Jæja, þá er farið að örla aðeins á vori hér í Vilnius, veðurfar hefur verið með eindæmum gott í vetur og reyndar svo að fara þarf hundruði ára aftur í tímann til að finna svo mildan vetur.
Hitinn undanfarið hefur verið 2-4°, en mest upp í 9°og sólin að hækka á lofti.
Heimþrá sem hefur verið að þjaka mig undanfarið er auðvelt að sljákka með símtali heim eða, -bara að kíkja á veðrið heima.
Það er ekki eitt heima núna, það virðist vera allt. Fjárhagsáhyggjur, myrkur og erfið veður hafa ekki verið til þess fallin að hressa upp á sálartetur Íslendinga, þvert á móti.
En, nú fer sólin að hækka á lofti og menn bera þá von í brjósti að sumarið verði gott.
Ég heyrði í einum heima í dag sem er orðinn svo þreyttur á veðrinu, fréttunum og öllu saman að hann ákvað að fara bara erlendis, en hann sagði ekki hlaupið að því, því svo virðist sem uppselt sé í allar ferðir.
En þetta ástand allt saman er tímabundið. Rétt eins og stórgróðinn sem hefur verið á allra vörum undanfarið. Hann virtist einnig vera tímabundinn. Hjá sumum. Aðrir hafa styrk til að nýta sér ástandið. Og gera það.
Sumir segja að þessu létti með vorinu, aðrir að því létti með haustinu.
Svo er góð leið sem ég veit að einn notar; Hann einfaldlega lætur það eiga sig að fylgjast með fréttum og verndar þannig þann heim sem honum sjálfum er mikilvægastur: Hans eigin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 16:01
níu komma þrjár trilljónir!
Hér gefur að sjá mælingu á erlendar skuldir Bandaríkjamanna.
Sjá hér;
Þarna má sjá að erlendar skuldir þeirra hækka um að meðaltali 1,4 milljónir dollara á mínútu.
Stórar tölur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.2.2008 | 15:38
Fréttirnar í Færeyjum
Ég kíki reglulega á fréttirnar frá frændum okkar og vinum, Færeyingum á www.portal.fo
80 ára gamal rændi banka í Danmark
Í myrkum sólbrillum og við luftbyrsu royndi ein 80 ára gamal maður at ræna Sydbank í Danmark í dag. Maðurin varð tikin av løgregluni nakrar fáar hundrað metrar frá bankanum
Hendingin fór fram í Viborg.
Hin 80 ára gamli hevði latið seg í myrkar sólbrillur og hevði eina luftbyrsu uppi á sær.
Sambært donskum fjølmiðlum, megnaði hin gamli kortini at fáa 30.000 krónur við sær úr bankanum, men á vegnum blakaði hann pengarnar frá sær.
Hin gamli royndi nú at flýggja, men varð tikin av løgregluni nakrar fáar hundrað metar frá Sydbanka.
Tað vóru vitnir, ið sóu mannin eftir vegnum, sum peikaðu á hann, tá ið løgreglan kom á staðið.
Løgreglan hevur einki sagt um, hvørt hesin "tilkomni" bankaránarin er kendur av løgregluni ella ikki.
Hin 80 ára gamli situr nú í varðhaldi og bíðar eftir, at málið kemur fyri í rættinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 16:25
Litháískir fangar hingað til Litháen
Þetta verður vonandi til þess að litháískir glæpamenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir fremja glæpi á Íslandi.
Sem verður kannski til þess að afstaða íslendinga gagnvart Litháum breytist.
Það má ekki gleyma því að á Íslandi býr og starfar fjöldinn allur af heiðarlegum vel menntuðum Litháum sem njóta í engu sammælis vegna örfárra landa sinna sem sett hafa þennan ljóta stimpil á föðurland sitt.
Litháískir fangar til Litháen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 16:57
skrýtnar staðreyndir...
Abraham Lincoln was elected to Congress in 1846.
John F. Kennedy was elected to Congress in 1946.
Abraham Lincoln was elected President in 1860.
John F. Kennedy was elected President in 1960.
The names Lincoln and Kennedy each contain seven letters.
Both were particularly concerned with civil rights.
Both wives lost a son while living in the White House.
Both Presidents were shot on a Friday.
Both were shot behind the head.
Here is an interesting one...
Lincoln's secretary was named Kennedy.
Kennedy's secretary was named Lincoln.
Both were assassinated by Southerners.
Both were succeeded by Southerners.
Both successors were named Johnson.
Andrew Johnson, who succeeded Lincoln, was born in 1808.
Lyndon Johnson, who succeeded Kennedy, was born in 1908.
John Wilkes Booth, who assassinated Lincoln was born in 1839.
Lee Harvey Oswald, who assassinated Kennedy was born in 1939.
Both assassins were known by their three names.
Both names are made of fifteen letters.
Mr. Booth shot Lincoln in a Theatre called "Ford".
Lee Harvey Oswald, shot Kennedy in a car called "Ford" Lincoln.
Booth ran from a theater and was caught in a warehouse.
Oswald ran from a warehouse and was caught in a theater.
Booth and Oswald were assassinated before their trials.
And last but not least,
A month before Lincoln was shot he was in Monroe, Maryland.
A month before Kennedy was shot he was with Marilyn Monroe.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2008 | 10:16
Faðir söngs á Fróni,
Hrafnagil við Eyjafjörð á sér mikla menningarsögu, og er ekki síður merkilegt fyrir það að Pétur Guðjohnsen var fæddur þar. Pétur sem kallaður hefur verið faðir söngs á Fróni, varð fyrstur manna til að innleiða fjórradda söng á Íslandi.
Pétur, sem var fyrsti organisti Dómkirkjunnar í Reykjavík var einnig stjórnandi á fyrstu opinberu tónleikum sem fram fóru á Íslandi þann 2. apríl 1854 á Langa loftinu í Lærða skólanum þar sem nú er Menntaskólinn í Reykjavík, en þar söng karlakór undir hans stjórn.
Bendi á ítarlega grein um hann hér.
Forsetahjón heimsækja Hrafnagilsskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Russia was taking over Iraq oil before we invaded Iraq. They still want to control mid east oil and will when we leave Iraq. So if you dont mind fuel shortages and even higher prices, get out of iraq.
Comment by sonny - March 31, 2008 at 9:39 pm