Færsluflokkur: Bloggar

AtGeirinn er beittur!

Það þótti í gamla daga frétt í litlum stöðum á landsbyggðinni ef það var R-bíll í bænum. Jú þar færi líklega Reykvíkingur. Síðan er reyndar langt um liðið.

En það er ekki langt síðan að ég fann fyrir því að það var ‘'vörumerki'' að vera íslendingur í útlöndum. Ef maður tók t.d. leigubíl í Finnlandi, þá nánast hneigði leigubílstjórinn sig fyrir manni þegar hann komst að því að hann var með Íslending í bílnum, hann vissi jú ekki nema hann þarna færi einhvert stórmennanna frá landinu litla.
Þetta er fljótt að breytast.

Ekki það, ég held að margir af okkar útrásarvíkingum hafi verið að gera ágæta hluti, þó auðvitað sé búið að koma í ljós og eigi eftir að koma í ljós að ekki var allt gott.

Þessa dagana er maður að fá fjölda símtala víðs vegar úr Evrópu frá áhyggjufullum kollegum sem lesa um landið okkar vera að sökkva í gjaldþrot og vonleysi.
En, þann tón fær enginn frá mér. Ég segi öllum að við, sem íslendingar eigum eftir að koma sterkir út úr þessum raunum.
Ég segi það vegna þess að ég trúi því.

GEIR H. HAARDE
En, við eigum ekki að flana að neinu. Við erum komin á botninn, þar nær maður spyrnunni, en það er ágætt að taka sér tíma til þess að kasta mæðinni og safna kröftum.

Sem áhorfandi erlendis frá, þá verð ég að segja að ég er MJÖG stoltur af Geir Haarde. Þær aðstæður sem hann þarf að fást við eru einar þær erfiðustu sem nokkur forsætisráðherra okkar hefur nokkru sinni glímt við. Ekki einasta algjört hrun í fjármálakerfi okkar, heldur í ofanálag milliríkjadeilur og þær af harðasta tagi. Margir eru til að gagnrýna og þykjast betri. En ég verð að segja að engan stjórnmálamann sé ég fyrir mér taka betur á þessum málum en Geir. Að standa frammi fyrir blaðamönnum frá fjölda landa með misgáfulegar spurningar sem mörgum er í raun sjálfsvarað og geta sýnt það æðruleysi sem Geir býr yfir, það fyllir mig stolti. Þá er einnig greinilegt að hann mun ekki láta Breta vaða yfir okkur í ódýrri kosningabrellu versta forsætisráðherra Bretlands.
Ég minni á að sjálfir trúa Bretar því að allt sem Gordon Brown kemur nálægt, hrynur.
Álag á þeim sem eru að stýra landinu okkar hefur líklega aldrei verið meira og þessi staða kemur vonandi aldrei upp aftur. Ég sakna þess að Ingibjörg skuli ekki geta látið að sér kveða vegna veikinda sinna, ég óska henni alls hins besta og þess að hún megi ná heilsu sinni að nýju.
Mér finnst Jóhanna eiga mikið lof skilið einnig. Aðrir fá enga einkunn, sumir vísir að mistökum, aðrir bara farþegar í stjórninni..

Ég var svo ánægður með forsætisráðherrann um daginn að ég var búinn að útbúa skeyti með baráttukveðjum til þeirra hjóna, en eitthvað óskiljanlegt kom upp með VISA kortið mitt, svo ég náði ekki að senda skeytið mitt.  Hefur kannski eitthvað með banka að gera..
Ég er mjög stoltur af forsætisráðherranum mínum.

Bandamenn, Bretar og Bandaríkjamenn
Það er greinilegt að við njótum sannmælis gagnvart Bretum á alþjóðavettvangi. Aðrar þjóðir eru hreinlega ekki að skilja þá fáránlegu hörku sem okkur er beitt. Hér er glímt við alþjóðlegan vanda.
Við eigum að hefja nú þegar, rannsókn á framgöngu Breta í okkar garð. Til þess eigum við að fá óháða alþjóðlega aðila og í framhaldinu hefja tafarlausa málsókn. Krefja þá um þann skaða sem þeir hafa valdið okkur. Þeir eiga ekki annað hjá okkur.
Hvernig datt Bretum í hug að þeir aurar sem þeir lögðu inn á ICESAVE lægi þar bara og biði eftir þeim? Bankar taka alla peninga sem þeir fá í innlán og setja þá í vinnu!

En að Bandaríkjamenn hafi brugðist okkur líka er hreint ótrúlegt. Auk þess sem vandinn er runninn undan rifja þeirra! Ef ekki fyrir gríðarlegan útflutning á ónýtum lánum Bandaríkjamanna til Evrópu, þá væri allt í stakasta lagi. Þessi óráðsía Bandaríkjamanna má ekki kosta okkur sjálfstæði okkar.

Ég er þess fullviss að við munum halda áfram á braut alþjóðaviðskipta. Við megum gæta okkar á því að falla ekki í gryfju svartnættis og vonleysis, heldur hugsa um þau tækifæri sem eru að skapast við þessar aðstæður. Eins dauði er auðvitað annars brauð og ekkert nýtt í þeim fræðum. Ég hlakka til að sjá hvernig við munum rísa upp á ný og halda til nýrra útrása.

Jón Ásgeir og Björgólfar
Margir eru til þess að gagnrýna þá sem harðastir hafa verið í útrásinni og í alþjóðaviðskiptum. Umræða dagsins finnst mér á köflum vera orðin þannig að helst EIGA allir að fara á hausinn, missa allt. Það hlakkar í fólki að fylgjast með Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans berjast á þessum nánst vonlausu tímum fyrir Baugi þar sem allar dyr virðast lokaðar, auk þess sem hann er að berjast á vígvellinum Bretland þar sem allt virðist okkur mótdrægt. Þá er honum kennt um ófarir Glitnis, en ef ég man rétt þá er ekki nema rúmt ár síðan hann kom inn í þann banka, sem lengst af var undir stjórn Bjarna Ármannssonar sem nú situr á friðarstóli í Noregi og bíður færis.
Jóni Ásgeiri er ekki fisjað saman. Og ef hann nær að verja Baug núna, þá eru honum allir vegir færir til framtíðar. Skuldsettar yfirtökur hafa komið honum þangað sem hann er. Það má gagnrýna þann viðskiptahátt, en ég fæ ekki betur séð að ef ekki hefði komið til sú kreppa sem ríkir, þá hafi hann verið á réttri leið. Og, ég held þetta skili þrautseigari manni eins og sést í dag, að hann á að fólk í Bretlandi sem er tilbúið til þess að koma honum til bjargar í stað þess að sjá hann falla og hirða af honum það sem til er.
Jón er umdeildur, en það sem ég hef lært er það að það er í raun ekkert að því að vera umdeildur. Það segir einungis að þú lætur til þín taka, hefur markmið og vinnur að þeim.

Björgólfur skrifaði hjartnæmt bréf til starfsfólks Landsbankans þar sem segir:
‘'Við gerðum alltaf ráð fyrir því, að Íslendingar myndu snúa bökum saman og leita sameiginlega að lausnum viðskiptalegs eðlis með fullri virðingu fyrir alþjóðasamningum og skuldbindingum og væru til þess fallnar að varðveita verðmæti.''

Nú reynir á hver samstaða hans með Íslendingum er, vandi okkar gagnvart Bretum er jú meðal annars tilkominn hans vegna. Maður sem fékk keyptan Landsbanka Íslands fyrir 10 milljarða og skilar okkur honum með 500 milljarða í mínus mun að sjálfsögðu snúa með okkur bökum saman.

Fram hefur komið að hann er alþjóðlegur fjárfestir með vel rekin félög í útlöndum, þannig að við eigum eflaust eftir að sjá hann koma heim með verðmæti til þess að hjálpa þjóðinni að rísa undir vanda hennar. Einhver sagði að hann væri floginn til Mallorca. EF rétt er, þá óska ég honum góðar hvíldar, hann er vonandi þá með nægan gjaldeyri.

Hvílum okkur aðeins. Fyrsta lota er búin. Við skulum ekki flana að neinu. Við höfum haft gríðarlega mikið fyrir sjálfstæði okkar, höfum lotið öðrum þjóðum, aðrar þjóðir hafa haft gríðarlegan efnahagslegan ávinning af íslenzkum auðlindum í aldir. Þær eru nú okkar og það er skylda okkar að verja þær.

Við erum ekki í þeirri stöðu að þurfa að ógna frelsi okkar og sjálfstæði.


mbl.is Þokumst nær samkomulagi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

breska útrásin

Bretland sem áður var í gríðarlegri útrás um alla veröldina í útvíkkun heimsveldisins sitja nú uppi með þá stefnu gjaldþrota og eru í raun orðnir gestir í eigin landi, sökum nýlendubúanna sem nú eru fluttir til ''móður''landins
Þeir skulu líta sér nær.

Við sem þjóð skuldum þeim ekkert!
Þau aflaverðmæti sem þeir hafa skafið upp við Íslandsmið erum margföld þessi fjárhæð sem um ræðir í dag ef framreiknuð yrði.

 


mbl.is Ekki bara hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr Austurheimi

Það skal enginn halda að hér eigi pólitík ekki hlut að máli. Eftir því sem ég hef komist næst verandi hér í nágrenni við Rússana þá hafa þeir sjálfir sagt í fjölmiðlum að það sé gott að geta lagt lið og eignast að vini Evrópuþjóð. En þeir sögðu líka að þetta gæti skilað þeim meiri áhrifum á Arctic svæðinu.

Okkur er auðvitað vandi á höndum í dag. Stundum er best að gera ekki neitt, leyfa öldunum að lægja og sæta síðan lagi. Það má vera að það kosti okkur eitthvað, en ég held satt að segja að við höfum engu að tapa í bili.

Auðvitað finnst manni að það standi öðrum þjóðum nær að hjálpa okkur. En við getum á sama tíma og allir eiga nóg með sig, ekki heimtað að neinn komi okkur til hjálpar.

Ísland og Rússland hafa verið tengd viðskiptaböndum lengur en margar þjóðir. Ég minni bara á að ef farið er í íslendingabókina, þá er þar elstur manna Skinna Björn sem var einna fyrstur til þess að standa í milliríkjaviðskiptum við Rússa.

Um hann segir; 
Skinna-Björn Skeggjason, Fæddur (850)
Landnámsmaður um Miðfjörð og Línakradal. "Því var hann Skinna-Björn kallaðr, at hann var vanr at sigla í Austurveg kaupferð ok færa þaðan gráskinn, bjóra ok safala" segir í Þórðar sögu Hreðu.

Mín reynsla af rússum hér í Litháen er góð. Þetta er duglegt fólk og vill standa við sitt. Auðvitað hafa þeir sína sögu, en það gera fleiri þjóðir líka. Ekki útilokum við samskipti við Þjóðverja vegna framgöngu þeirra í stríðinu, nú heldir Kína vegna mannréttindamála þeirra sem enn í dag eru langt á eftir í þeim efnum miðað við aðrar þjóðir. Enn sem komið er eru Bandaríkjamenn þeir einu sem notað hafa kjarnorkuvopn í stríði t.d.

Rússar hafa lýst yfir gríðarlegri andstöðu við eldflaugapalla Bandaríkjamanna sem skulu settir upp í Póllandi eða hér í Litháen. Bandaríkjamenn segja að þessu skuli beint gegn Austurlöndum, enda sá váin þar. Að þessir pallar hafi ekkert með Rússa að gera.
Ef ég væri Pútín eða Medvedev, þá væri ég ekki sáttur. En, ef váin er frá Austurlöndum þá hlýtur hún að vera sameiginleg vá Rússa, Bandaríkjamanna og veraldarinnar allrar.
Ég hugsa nú bara í einfeldi mínu, er ekki hægt að setja þessa palla upp í sameiningu ef mönnum ber saman um þessa vá?

En það er sama við hvaða þjóð við ræðum, að ef samningurinn við þá þjóð er efnislega tengdur einhvers konar kröfum sem hafa með annað að gera en sjálfa lánveitinguna, þá stöldrum við, segjum sem í öllum öðrum viðskiptum; leyfðu mér að sofa á þessu, ég tala við þig seinna og skoðum málið.

Það er slæm staða sem komin er upp í veröldinni í dag. Sá auður sem setið hefur á mjög fáum höndum mun á þessum tímum færast á MUN færri hendur. En, engu að síður, þessi staða mun gefa fjölmörgum ný tækifæri.

Þorvaldur Friðriksson fréttamaður, sem söng með mér í Fóstbræðrum á sínum tíma og fór með okkur í frægðarför kórsins til St. Pétursborgar árið 2004 sýndi okkur fram á að í sögunni kemur fram að þegar Rússland var myndað á sínum tíma, þá voru það víkingar og bardagamenn frá Íslandi sem tóku þátt í landvinningunum með blóði sínu.

Þetta er þjóð sem stendur á gömlum merg, á mikla sögu og gríðarlega menningu.

Ég segi, ef samningurinn er ekki um annað en einfalda lánveitingu, án skilyrða, þá er þetta vinarbragð af þeirra hendi og okkur ber að þakka hjálpina.

 


mbl.is Hvað vilja Rússar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nýtt upphaf;

nú hefur óvissunni verið eytt, í raun verið flýtt, en sá sem bað fólk sérstaklega að gæta orða sinna (meinti þá væntanlega alla hina) hefur talað og hélt að nóg væri að tala íslensku til að fólk í útlöndum vissi ekki hvað fram færi. En raunin var önnur, strax morguninn eftir tóku útlendingarnir, sem fengið höfðu þýðingu á orðum okkar ástkæra foringja, að herja á Kaupþing, einu sterku stoðina sem eftir var og í raun óvíst hvort héldi, því kross eignatengsl fyrirtækjanna heima gildir einnig um bankana.

Enginn veit hvað þetta þýðir í raun, hvað gerist í dag og hvað gerist á morgun. Ég er hissa ef Exista fer ekki í þrot. Það má hugsa sér að miðað við áframhaldandi þróun, þá losni um fjölmörg fyrirtæki, VÍS, SP fjármögnun, Sindra Stál, Húsasmiðjuna, Lýsingu, Skipti, Vodafone, Árvakur ofl. ofl.

Hver eignast og hvernig verður fróðlegt að sjá. Eimskip líklegt til að fara á hausinn, í meginhluta eigu manns sem fáeinum dögum gaf út bók um Hafskipsmálið þar sem fram á að koma að Eimskip hafi keyrt Hafskip í gjaldþrot.
Þá flúði þessi maður land og sagan segir að nú sé hann flúinn að nýju.

Þessa dagana eru 50-60 manns að tapa 5-600 milljörðum. Sámúð þjóðarinnar er ekki með þeim. Nú hugsar hver um sig. Nú léttir þrýstingi af íslensku krónunni og hún líkleg til að styrkjast all verulega þegar þessari útrás okkar er sjálfhætt.

Bankarnir sem buðu útlendingum gull og græna skóga á okkar kostnað eru farnir og eftir sitja bankar í eigu þjóðarinnar. Hundruða milljarða gróði banka í örsmáu þjóðfélagi er liðin tíð. Eigum við að sjá eftir því? Nei, vegna þess að hinn almenni borgari naut aldrei þessa mikla gróða. Þvert á móti, við bárum hann uppi.

Margt á eftir að breytast. En það sem ekki breytist er að við erum öflug þjóð með mikla þjóðarframleiðslu og enn fjölmörg tækifæri til enn meiri sóknar á fjölmörgum sviðum.
Við erum vel menntuð. Og þrátt fyrir þessi áföll, munum við verða áræðin, ekki feimin við framfarir.

Maður sér fyrir sér ferðamannaiðnaðinn eiga eftir að blómstra, það er ódýrt að ferðst til Íslands og um landið eins og staðan er. Hversu mrga hefur maður ekki hitt sem langað hefur að koma til okkar fallega lands en ekki gert af því það var svo dýrt?

Ég er með uppi í hillu hjá mér bók sem heitir Think The Opposite. Það getur verið leið í stöðunni. En þetta eru líka áföll sem koma mjög illa við marga. 
En munum; þegar botninum er náð, þá náum við spyrnunni. Og við erum þjóð þess eðlis að við munum sannarlega nýta okkur þau tækifæri sem bjóðast og koma okkur á gott skrið aftur.

Hættum að líta á okkur sem stórþjóð. Gerum okkur grein fyrir smæð okkar og njótum þess að evra lítil. Búum okkur til hagkerfi sem við ráðum við.
Í stað þess að leita til stórþjóða með ráðgjöf, tölum heldur við Færeyinga sem enn hafa þjóðræknina að leiðarljósi.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona þekki ég...

Ólaf Magnússon. Raungóður og fullur af náungakærleika.


mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaða kosninganna

Þessi meirihluti er niðurstaða kosninga eftir að  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til sigurs á sínum tíma eftir 12 ára veru í minnihluta.

Ég hef fulla trú á að þessi nýja forysta sé komin til þess að vera, enda valinn maður í hverju sæti.
REI-málið komið af stað og ef menn hafa haft trú á því að við eigum yfir höfuð að vera í útrás í orkumálum, þá geta menn treyst því að nú ganga menn til vinnu sinnar í þeim málum með öðru hugarfari en ríkti þegar Vilhjálmur og hans teymi vann að REI. Þar var of geyst farið auk þess sem rágjöf var ábótavant.

Mér kemur í hug saga sem Kiddi í Björgun átti að hafa sagt á stjórnarfundi í Íslandsbanka á sínum tíma þegar hluthafar bankans fóru fram á að stjórnin segði af sér og tæki þannig ábyrgð á slæmu gengi bankans. Átti Kiddi þá að hafa sagt þessa sögu:

''Hjá mér var á sínum tíma vélstjóri sem var að vinna að viðhaldi skips sem ég átti. Þurfti hann að losa um botnloku á skipinu, sem hann gleymdi svo að skrúfa aftur. Varð þetta til þess að skipið sökk næstum við bryggju. Ég var spurður að því seinna hvort ég hafi ekki rekið vélstjórann. Ég var fljótur að svara því; Ef ég hefði rekið þennan og fengið annan, þá hefði hinn nýji getað lent í því sama og sökkt skipinu alveg. En ég vissi að þetta kæmi aldrei aftur fyrir þennan. ''

Vilhjálmur Þ. á að baki áratuga farsælt starf í sveitarstjórnarmálum og er líklega einn okkar reyndasti maður þegar þeim kemur. 
Ég fagna því að nýr meirihluti leggi upp með málið að nýju auk annarra framkvæmda sem rætt er um.

Ég fagna þessum nýja meirihluta og vonast til þess að þetta fólk fái frið til þess að vinna störf sín í friði eins og það var kosið til af Reykvíkingum á sínum tíma.


mbl.is Hleypir spennu í sambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk vika í Litháen!

Það verður að nógu af taka fyrir þá örfáu Íslendinga sem hér búa þessa vikuna í júlí.

Dagskrá fyrir okkur þann 13. júlí;

1. Karlakórinn Fóstbræður, tónleikar í Bistrampolis í Litháen
2. Tónleikar Bjarkar í Vingis Park í Vilnius
3. Ísland - Litháen í körfubolta.

Sem kórfélagi í Fóstbræðrum, þá er náttúrulega engin spurning hvar ég verð. Verð að sjá af tónleikum Bjarkar og leiknum 13. júlí. En, þann 15 gæti maður mætt og hvatt sína menn. Það verður eflaust ekki vanþörf á. Litháar eiga firna sterkt lið í körfubolta og hafa t.d. átt leikmann í NBA rétt eins og við. Svo eru þeir á heimavelli.

En, það er ánægjulegt að sjá menningar- og íþróttastarf milli þessara þjóða vaxa og dafna. Vonandi er þetta eitthvað sem gefur fyrirheit um meira síðar.


mbl.is Körfuboltalandsliðinu boðið til Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búrið

470826A

Eins og eflaust flestum, þá var mér jafn brugðið við að sjá þetta búr þegar það kom hingað. En segja má að tíminn var naumur og málið nýtt fyrir okkur, ísbirnir hafa hingað til ekki verið boðnir velkomnir til Íslands með öðru en móts við örlög sín.
Hversu mikil gestkvæmni er fólgin í slíku er auðvitað álitamál, en mannskepnan gengur fyrir hvað öryggið varðar þegar kemur að svona skepnum.
En fyrirhöfnin var ærin. Og kostnaðurinn einnig. En einhvern veginn fannst mér þó ísbjarnar-sérfræðingur enginn sé,  að þegar allt var komið á staðinn, búrið fína og mannskapurinn ásamt vopnum sínum, að atlagan að dýrinu hefði mátt vera með spakari hætti. Hér er um að ræða skepnu sem sjálf býr yfir gríðarlegu veiðieðli og því sjálf vör um sig. En með ráðherrann og fylgdarliðið bíðandi með einkaflugvél, þá mátti auðvitað engan tíma missa...

Búrið hefði mátt smíða heima. Engin spurning, hefði ekki tekið lengri tíma en að fljúga því alla leið frá Kaupmannahöfn til Akureyrar með Icelandair Cargo. Hvaða járnsmiður sem er hér á landi hefði getað gert þetta með minni tilkostnaði. Nú liggur fyrir hvernig búrið á að vera og sjálfsagt að eiga slíkt búr. 

Tveir birnir þetta sumarið og hugsanlega sá þriðji, gefa fyrirheit um fleiri svona heimsóknir á næstunni. Því er rétt að vera við öllu búin. Huganlega má útbúa búr með sem einnig þjónaði sem gildra, þannig að ætinu yrði komið fyrir inni í búrinu. Þegar björninn fer eftir ætinu, lokast búrið á eftir honum.. 


mbl.is Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

á maður að skilja þetta svo að

Barak Hussein Obama skammist sín fyrir uppruna sinn? Ef Hussein verður Bandaríkjaforseti þá verði hann að vera maður til að umbera sannleikann um hann sjálfan og hans uppruna.

Þessi eldamennska sem fram kemur á myndinni er kannski eftir uppskrift frá Hussein Íraksforseta?

Skil ekki hvers vegna frú Hillary er svona brosmild, hún er kannski að hugsa að sá hlægji best sem síðast hlær?


Þetta verður fróðlegt, þetta er ekki búið enn. Það hefur gerst áður að menn hafi unnið kosningar í USA án tilskilins fjölda atkvæða...  Og veröldin sýpur seyðið af því í dag. Íslam sterkara en nokkru sinni fyrr, olíuverð í hæstu hæðum og vanhugsað fjármálasukk bandaríkjamanna til greiðslu af þjóðum heimsins með tilheyrandi fjármálakreppu um allan heim...

Á þessu myndbandi má finna afar athyglisverð orð frá Martin Luther Kingfrá 45 árum síðan sem eru kannski að rætast nú?
http://www.youtube.com/watch?v=CBtL3NIcAvU


mbl.is Myndasaga Sigmunds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ástvina''verndarinn''

Mikið væri nú veröldin betri ef fleiri feður sýndu slíka ábyrgð sem þessi. Loka börnin sín inni í gluggalausum vistarverum á áratugi án þess svo mikið sem sýna þeim dagsljós nema í gegnum sjónvarp.

Dóttirin er eflaust þakklát að hafa ekki þurft lengra að sækja til fjölgunar en til föður síns, það er auðvitað áhætta líka að leggja í barneignir með öðrum en föður sínum. Slíkt gæti haft í för með sér að sá aðili tæki að sýna á sér nýjar hliðar, svo sem ofbeldi af einhverju tagi seinna meir.
Faðirinn hlýtur að eiga sér fleiri málsbætur, svo sem að hann vann fyrir henni og (barna)börnum sínum, færði henni fæði og klæði að auki.

Þá lagði hann á sig og ástkæra eiginkonu sína uppeldi (barna)barna sinna a hluta. Fróðlegt að vita hvers vegna þau urðu fyrir því óláni að þurfa að alast upp úti í hinum hættulega heimi sem hann vildi vernda hin systkinin fyrir.

Ástkær eiginkona hans tók aldrei eftir neinu. Á 24 árum voru ferðir hans í kjallarann hvorki óeðlilega margar né tímafrekar. Og innkaupin, á 24 árum tók hún ekki eftir neinum auka matarinnkaupum né heldur ferðum með aukamatvæli, föt og annað sem þarf til heimilishalds nokkurra menneskja. Ekkert í 24 ár.

Hvað dómskerfið í Austurríki hefur upp á að bjóða í þakklæti sínu til þessa verndara er óvíst.
Að mínum dómi á hann skilið meiri vernd en nokkur annar hefur fengið.

T.d. mætti vernda hann með því að óla hann niður í kistu og jarðsetja hann á ókunnum stað....
mbl.is Josef Fritzl faðir allra barnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband