1.10.2007 | 12:21
BÓ er bestur!
Björgvin Halldórsson hefur sýnt á löngum og farsælum tónlistarferli að hann er í fremstu röð tónlistarmanna íslenskrar tónlistarsögu og því fyllilega útflutningsvara. Langur tónlistarferill hans hefur skilað okkur þroskuðum tónlistarmanni og arfleifð sem við getum verið stolt af.
Tónleikar hans í Laugardalshöllinni fyrir ári leyfi ég mér að fullyrða að eru einir bestu og metnaðarfyllstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi. Tónleikar sem ég fæ hreint ekki nóg af.
Ég er þess fullviss að ef sá metnaður verði í fyrirrúmi á þessum tónleikum Björgvins í Kaupmannahöfn, þá verður örugglega húsfyllir. Ég mun örugglega mæta ef ég á þess kost.
Björgvin Halldórsson með tónleika í Köben | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu ekki ad grínast?
Jóhann (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:15
Svo sannarlega ekki. En úr athugasemd þinni má lesa að þinn tónlistarsmekkur er greinilega annar. Ekkert nema gott um það að segja, það má finna eitthvað fyrir alla í tónlistinni.
Hafðu það sem best.
Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 1.10.2007 kl. 13:50
Frábært las einmitt þessa grein í dag og er strax komin þangað í huganum !! BO er æði
Lilja Björk (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.